Menntamál - 01.12.1941, Blaðsíða 76

Menntamál - 01.12.1941, Blaðsíða 76
170 MENNTAMÁL Bókarfregn Stefán Jónsson: Á FÖRNXJM VEGI. Sögur. Síðastliðið vor kom út bók með þessari fyrirsögn eftir Stefán Jóns- son, eru það sjö sögur í smásagnaformi. Efni þeirra er tekið úr dag- lega lífinu, ýmist frá sjó eða úr sveitum og lýsa þær viðhorfum hinna síðari ára í þjóðlífi voru. Þetta er annað smásagnasafnið, sem S. J. lætur frá sér fara. Það fyrra, „Konan á klettinum", kom út fyrir nokkrum árum. Auk þess hafa komið út eftir hann tvö kver með barnaljóðum, sem náð hafa miklum vinsældum, eins og kunnugt er. Þessi síðasta bók tekur fram fyrra smásagnasafninu í flestum eða öllum greinum. Það er auðfundið að höfundurinn hefur þroskast og náð fastari tökum á viðfangsefnum sínum. Þó er skyldleiki bókanna auðsær og aðaleinkenni þeirra beggja þau sömu, næmur skilningur og glöggt auga fyrir átakanlegum, einkennilegum og stundum bros- legum atvikum mannlegs lífs. Dómgreind hans er heilbrigð í hvi- vetna, athugunin skörp, samúðin rík og laus við alla ónáttúru, fram- setning efnisins flausturslaus, tilgerðarlaus og samvizkusamleg, og sums staðar afburða góð. Þetta eru ráðandi drættir í verkum S. J. Eigi að síður er auðfundið, að allt er dýpra og fyllra i síðari bókinni en þeirri fyrri. S. J. segir frá því, sem honum býr í brjósti á beinan og einfaldan hátt, án allra útúrdúra. Lesandinn þarf aldrei að brjóta heilann um, hvað fyrir honum vakir. Sögurnar gætu engu síður verið bókstaf- lega sannar, en skáldsögur. Sögupersónurnar eru venjulegir og oftast hversdagslegir menn, og atvikin oftast gripin úr umhverfi hins daglega lífs. Örlög persónanna og atburðarásin í sög- unum er jafnan gerð eðlileg og skiljanleg, eins og oftast er í lífinu sjálfu, ef menn þekkja allar aðstæður. Hann leitast sjaldan við að lýsa óvenjulegum mönnum eða æsandi atvikum, nema þar sem sögu- efnið leiðir óhjákvæmilega til slíkra hluta. Hann sneiðir hjá þeim fyrir- myndum, bæði í persónulýsingum og efnisvali, sem ekki eiga sér nægar fyrirmyndir í hinu hversdagslega lífi. Sjaldan kemur það fyrir í opin- beru tali um bækur, í ræðum eða ritdómum, að þetta síðasta sé talin jafnmikill kostur og mér finnst það vera. í skáldsagnaritun vorri finnst mér almennt gæta of mikils flótta frá veruleikanum. Stundum er sögum talið það til ágætis, að persónur hennar séu svo sérstæðar, að þær eigi enga sína líka, jafnvel þó að þær séu sérstæðar aðeins fyrir það að vera óvenju afkáralegar. Öðrum bókum er fundið til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.