Menntamál - 01.12.1941, Síða 36

Menntamál - 01.12.1941, Síða 36
130 MENNTAMÁL hermanna um gangstéttir þær og götur, sem íslendingar höfðu haft fyrir samkomustað hinn eftirminnilega 1. des- ember, þegar þeir hylltu réttlætið og tilverurétt smælingj- anna meðal þjóðanna. Og hér var það, sem kúgun þess sterkara, ofbeldið og níðingshátturinn höfðu verið bann- sungin. En hver mundi nú þá stund? Auðsjáanlega hafði hver liðsflokkur ákveðið hlutverk að vinna. Sumir liðsforingjarnir tóku upp hjá sér upp- drætti af bænum til að átta sig eftir, og á skammri stund voru hermennirnir komnir um allan miðbæinn og var her- vörður settur á flestum götuhornum. Liðsflokkar tóku sér einnig stöðu framan við lögreglustöðina, pósthúsið, lands- símastöðina og gistihúsin. Fáni Rauða krossins var dreginn að hún á Hótel íslandi, en bráðlega var hann dreginn niður aftur, „því lítið var um fallna menn og særða“. Þegar liðið kom að landssímastöðinni, voru dyr þar lok- aðar, en þegar ekki dugði að snúa snerlinum, voru þær umsvifalaust brotnar upp af mikilli hermennskulist. Tóku Bretar alla símaafgreiðslu í sínar hendur. Umferð var nú bönnuð á götum þeim, sem liggja niður að gömlu hafnaruppfyllingunni og hervörður settur á vegina út úr bænum. Máttu menn hvorki koma í bæinn né fara út úr honum. Stóð það bann eitthvað fram eftir deginum. Einn hermannaflokkur heimsótti þýzka ræðismanninn. Var hann tekinn höndum og allt hans hyski. Öðrum Þjóð- verjum var smalað saman, hvar sem til þeirra náðist í bænum. Dvöldu þeir einkum á gistihúsum hingað og þang- að. Var allur þessi fénaður rekinn niður að höfn, komið sem skjótast um borð i herskipin og var því að mestu lokið þegar klukkan var 9. Meðan þessu fór fram héldu stöðugt áfram liðsflutn- ingar í land úr herskipunum. Var þetta orðinn mikill fjöldi á mælikvarða okkar íslendinga. Þá hafði verið út- býtt tilkynningu frá brezku herstjórninni meðal manna,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.