Menntamál - 01.12.1941, Side 19
MENNTAMÁL
113
um fræðslumál sé hlýtt og heimti allar nauðsynlegar
skýrslur og skólahald í landinu.
Þetta annazt líka fræðslumálastjórnin. Hún sér um að
skólanefndir, kennarar og skólahald sé í öllum skólahverf-
um landsins. Hún auglýsir lausar kennarastöður og veitir
þær, gegnir beiðnum um styrki til skólabygginga og út-
hlutar þeim, innheimtir reikninga og skýrslur um skóla-
hald og leiðréttir þar sem þarf, semur reglugerðir og er-
indisbréf um skyldur og störf nefnda og einstaklinga,
sem vinna við kennslu eða með öðrum hætti að skólamál-
um samkvæmt lögum.
Segja má því, að fræðslumálastjórnin hafi eftirlit með
barnafræðslunni í nokkrum stórum dráttum. En hún hef-
ur ekkert yfirlit um sviœrri drœtti fræðslunnar og upp-
eldisins, og enginn fínustu þráðanna er í hennar höndum.
Eftirlitsferðafé fræðslumálastjóra bætir lítt eða ekki úr
þessu. Fyrst og fremst verður nú ekki farið víða um land
fyrir 800 krónur. Og í öðru lagi hafa ferðir hans venju-
lega verið gerðar til þess að ákveða skólastaði og að miðla
málum eða skera úr þeim, þar sem þrætur hafa komið
upp milli kennara og skólanefnda, skólanefnda og hrepps-
nefnda eða tveggja eða fleiri skólahverfa, er fræðslu-
málastjórnin taldi ráðlegt að sameinuðust um einn skóla.
Eftirlit og leiðbeinandi hjálp um kennslustjórn, aga og
uppeldismótun skólanna er því ekki í höndum fræðslu-
málastjórnarinnar og ekki á færi hennar að láta þetta í
té meðan núverandi fyrirkomulag helzt óbreytt. Og þó
skiptir slíkt eftirlit og hjálp eigi minna máli en hinn
þáttur eftirlitsins, sá, er nú er í hennar höndum.
Bæði hér á landi og annars staðar hefur áhugamönn-
um um skóla- og uppeldismál verið það ljóst um mörg
ár, að ókleift er að láta kennurum og skólahaldi í té nauð-
synlegan stuðning og aðkallandi hjálp með lagasetning-
um einum, reglugerðum og innheimtu á reikningum og
skýrslum um skólahaldið. Ef haldgott eftirlit og natin,
8