Menntamál - 01.12.1941, Blaðsíða 79
MENNTAMÁL
173
r
A víðavangi
Kynni milli Norður-Ameríku og Suður-Ameríku.
í Bandaríkjunum er mikill áhugi fyrir því að auka kynningu milli
Norður- og Suður-Ameríku. Kennslumálastjórnin í New-York er að
hefja stórfelldan undirbúning í þessa átt. Hún fyrirskipar að 1 miljón
skólabarna undir stjórn 40 þúsund kennara kynnist S.-Ameríku svo
sem auðið er. Á þessi kynning að fara fram í smábarnaskólum, milli-
skólum og framhaldsskólum. Námskeið eru haldin, til þess að undir-
búa kennara og benda þeim á, hvernig haga skuli náminu. Sérstök
námsskrá hefur verið samin í þessu augnamiði og skal hér getið
nokkurra atriða í námsskránni.
1. Kenna skal söngva og ljóð frá S.-Ameríku.
2. Velja sýnishorn úr bókmenntum þeirra.
3. Sýna fræðslukvikmyndir frá S.-Ameríku.
4. í reikningi á að láta orðadæmin snúast sem mest um efni, sem
varða S.-Ameriku, svo sem reikna út eitt og annað viðvíkjandi við-
skiptalífi þar o. s. frv. í sögu, landafræði og félagsfræði er náminu
á svipaðan hátt beint að þessu sama markmiði.
Þýzkukennsla í Bœheim-Mœri.
Skólayfirvöldin þýzku hafa komizt að þeirri niðurstöðu, aö íbúarnir
í Bæheim-Mæri séu illa að sér í þýzkri tungu. Þessvegna hafa nám-
skeið verið haldin til að undirbúa kennara, svo að þeir geti aukið
og endurbætt þýzkukunnáttu fólksins. i borginni Leitomischl í Bæ-
heimi kom það fyrir, að ungur kennari fékk bæði föður sinn og föð-
urbróður á skólabekkinn. Þess er getið, að ungi kennarinn hafi látið
í ljós ánægju yfir ágætri framför hjá hinum aldurhnignu nem-
endum.
„Skansen“ í Stokkhólmi.
Hið fræga byggðasafn Svíanna, „Skansen“ í Stokkhólmi, átti 50 ára
afmæli árið 1941.
Skólamáltíðir.
Ríkisstjórnin enska gerði ráð fyrir þvr í haust, að 800.000 börn
fengju daglega að borða í skólum landsins.