Menntamál - 01.12.1941, Síða 70
164
MENNTAMÁL
á að vera. Allar hækkanir eru því skrifaðar á reikning
verðlagsupptoótarinnar. En ef að þessu er gáð, kemur í
ljós, að þessi breyting hefur í för með sér töluverða tekju-
aukningu fyrir kennara. Af töflunni hér að neðan getur
hver kennari reiknað út, hve mikla hækkun hann hefur
fengið. Eins og taflan sýnir, er það mismunandi eftir þvi,
í hvaða flokki viðkomandi kennari er.
Kennarar í kaupstöðum Fastir kennarar utan kaupstaða Farkennarar
Starfsár Áður kr. Nú kr. Aður kr, Nú kr. Áður kr. Nú kr.
Eftír 3 ár . . . . 200 300 100 150 60 100
- 6 - . 400 600 200 300 120 200
- 9 - ... . 600 1000 300 500 180 300
- 12 - ... . 800 1000 400 500 240 300
* - 15 - ... . 1000 1000 500 500 300 300
Töfluna skýri ég ekki, því að hún skýrir sig sjálf. Hins
vegar ætla ég að benda á eftirfarandi:
Farkennari, sem hefur starfað í 15 ár, hefur fengið
greiddar kr. 1800,00 í aldursuppbót. Ef hann hefði fengið
aldursuppbótina greidda samkvæmt þeim reglum, sem nú
gilda, hefði hann fengið kr. 2700,00, eða 900,00 krónum
meira. Sé dýrtíðaruppbót ríkisins bætt við, verður munur-
inn kr. 1125,00. Og nú gerir verðlagsuppbótin muninn enn
meiri.
Hjá föstum kennurum utan kaupstaða nemur hækkun-
in kr. 1687,00 og kr. 3375,00 hjá kennurum í kaupstöðum.
Kennarar í Reykjavík hafa hér nokkra sérstöðu, því að
þeir fá 40% dýrtíðaruppbót, og verður munurinn hjá þeim
nokkru meiri. Sé deilt í þessar upphæðir meö 15, sést hve
hækkunin verður mikil á ári til jafnaöar.