Menntamál - 01.12.1941, Page 60
154
MENNTAMAL
barnaskólanna á hverjum vetri í einhverjar slíkar sýn-
ingarferðir.
Búast má við að einhverjir álíti, að þó að skátafélags-
skapurinn geti verið góður í þorpum og kaupstöðum, þá
komi hann ekki að gagni í dreifbýli sveitanna. Ég vil þess
vegna taka það fram, að skátafélögin eru mjög útbreidd
í dreifðum byggðum Norður-Ameríku. Poringi flokksins
heldur þá uppi sambandinu við félagsmenn með bréfa-
skriftum. Sendir hann félögunum fyrirskipanir sínar og
fær aftur skýrslur þeirra. Einstöku sinnum koma svo
félagarnir saman með foringja sínum, en að mestu leyti
er starfið í þessum félögum einstaklingsstarf, sem þó
frjóvgast og dafnar fyrir sambandið við hina sameigin-
legu afltaug, alheimsfélagsskap skátanna.
Af alhug óska ég þess, að kennarstéttin íslenzka finni
sig þess andlega megnuga, að mynda heilbrigðan ung-
lingafélagsskap, hvaða nafn., sem þeim félgsskap yrði svo
gefið. Það starf ætti að geta orðið íslenzku þjóðinni ekki
síður blessunarríkt en þau fræði, sem skólarnir kenna,
því eins og högum okkar er nú komið, er það sjálfur vöxtur
æskunnar, sem heimtar það, að eitthvað slíkt sé gert.