Menntamál - 01.12.1941, Qupperneq 90
184
MENNTAMÁL
Erindi,
sem snerta afgreiðslu Menntamála, sendist í Pósthólf 616 Rvík.
Kennaraþing.
Ráðgert er, að kennaraþing verði haldið á vori komanda. Liggja
nokkur merk mál til umræðu. Væri æskilegt, að það yrði fjölmenn-
ara en síðasta þing. Þingboð verða væntanlega send út um þær mund-
ir, er þetta hefti berst til kaupenda.
Landsamband opihberra starfsmanna.
í tvö undanfarin ár hefur verið unnið að stofnun sambands opin-
berra starfsmanna. Nú er svo komið, að samband þetta er formlega
stofnað og er tekið til starfa. í sambandinu eru starfsmenn ríkis og
bæja. Stærstu samtökin innan sambandsins munu vera S. í. B.,
Starfsmannafélag Reykjavíkur og félag póstmanna og símafólks. Stjórn
hefur verið kosin og er formaður hennar Sigurður Thorlacíus. Vænt-
anlega verður nánar getið í næsta hefti um stofnun Sambandsins og
tilgang þess.
Sumardvöl barna.
Þegar þetta hefti er prentað, hefur sumardvalarnefnd í Reykjavík
verið skipuð á ný. Gert er ráð fyrir að vorskólar falli niður eins og
síðastliðið vor. Reynsla nefndarinnar frá s. 1. sumri ætti að létta að
nokkru störfin. Pjársöfnun til styrktar börnum, mun bráðlega hefj-
ast. Enn sem komið er, virðist þó áhugi foreldra fyrir sumardvöl barna
í sveit, vera heldur minni en í fyrra. Stafar þetta nokkuð af því, að
seinagangur varð á brottflutningi barna í fyrra, einnig komu þá fyrir
mistök, sem ekki mega endurtakast.
RITSTJÓRI: GUNNAR M. MAGNÚSS. Vegamótum, Seltjarnamesi.
Utanáskrift til afgreiðslunnar: Pósthólf 616, Reykjavík.
Útgáfustjórn:
Hannes J. Magnússon, Akureyri, Jónas B. Jónsson, Reykjavík,
Ólafur -Þ. Kristjánsson, Hafnarfirði.