Menntamál - 01.12.1941, Page 11

Menntamál - 01.12.1941, Page 11
MENNTAMÁL 105 maður að eðlisfari. Hann hafði næma fegurðarkennd og djúpa þrá eftir að njóta fegurðarinnar, hvort sem hún birtist í línum, litum eða tónum. En i blóma aldurs síns er hann hnepptur í kaldan dróma vaxandi sjóndepru. í fullan fjórðung aldar sá hann skuggann mikla fram- undan þokast nær og nær og byrgja æ meira ljósið og fegurðina. Það hneit- við hjarta. — Þó heyrðist hann aldrei mæla æðruorð. Eins og allir sannir hugsjónamenn var Benedikt alltaf að vaxa, og lífsskoðun hans að taka vaxtarbreytingum. Hann sá sýnir miklar og stórar. En var þó jafnframt sterkur lífstrúarmaður, og guðstrúarmaður. — Kirkjunnar maður í fegursta skilningi. — Ég veit ekki, hvort ég hefi heyrt nokkurn fara með Passíusálma Hallgríms Péturssonar — og fleiri andleg Ijóð — af einlægri og dýpri hrifningu og innileik. — En trú hans var ekki alltaf á vörunum. Starfsdagur Benedikts Björnssonar er liðinn. Dáðríku starfi er lokið, erfiðu og umfangsmiklu, eins og honum hæfði. Skólarnir í Húsavík hafa á bak að sjá giftudrjúgum leiðtoga og merkum kennara. Héraðinu hans er horfinn einn af ágætustu sonum þess, — einn af þeim, er um síðastliðinn mannsaldur hefur átt mestan og merkastan þátt í viðhaldi og sköpun menningar þess og margskonar umbótastörfum. Og ávextir starfs hans munu sjást og verða blessunarríkir um ókomnar áraraðir, og sporin hans vaxin heillagróðri. — Hann var sáðmaðurinn góði. Höfðing, virtur og dáður. Benedikt Björnsson andaðist 27. júlí síðastliðinn og var jarðsunginn í Húsavík af sóknarprestinum, séra Friðrik A. Friðrikssyni, prófasti. Af hálfu leikmanna fluttu þar kveðjuorð Júl. Havsteen

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.