Menntamál - 01.12.1941, Síða 49
MENNTAMÁL
143
Þegar skorta þótti bækur á Hurðarbaki, voru þær sóttar
í Bókasafn Austur-Húnvetninga. Jónas B. Jónsson kennari
frá Torfalæk, sem er heimildarmaður minn um margt frá
bernsku Eiríks, segir mér, að eitt sinn hafi hann mætt Jóni
Magnússyni með öll 3 bindi íslandslýsingar Þorvaidar
Thoroddsen. Slíkar bækur lásu Hurðarbaksbræður spjalda
milli.
Á unglingsárum Eiríks var öflugt málfundarfélag í
Torfalækjarhreppi. Jón bróðir Eiríks stóð mjög framar-
lega í félaginu. Félagið starfaði af miklu fjöri. í sambandi
við málfundafélagið var stofnuð unglingadeild. Eiríkur
starfaði með miklum áhuga í unglingadeildinni. Þar var
það venja, að einhver félagsmanna hélt fyrirlestur á fund-
um. Eiríkur hélt fyrirlestur eins og aðrir, og hann talaði um
trúmál. Sannar þetta nokkuð trúmálahneigð hans þegar í
bernsku.
Ég hef óyggjandi heimild að þvi, að Eirikur átti ástríki
miklu að fagna bæði af móður sinni og systkinum og
einnig afa sínum og ömmu. Á heimilinu ríkti eindrægni
og ró.
Þegar Eiríkur hafði lokið barnaskólanámi, hélt hann
námi áfram og lærði hjá Sigurði Guðmundssyni kennara
í Engihlíð. Fyrst stundaði hann nám tvo vetrarparta á
Torfalæk, en þar var Sigurður heimiliskennari. Síðan var
hann við nám heima hjá Sigurði í Engihlíð.
Þegar séra Eiríkur Albertsson stofnaði unglingaskóla
sinn að Hesti haustið 1923, voru það heldur en ekki heill-
andi tíðindi fyrir unga námsþyrsta unglinginn að Hurðar-
baki. Hann kveður æskuheimilið, sem alla stund hafði ver-
ið honum svo dýrmætt, og sezt á skólabekkinn. Og auð-
vitað stundaði hann námið af mesta kappi. Enda skorti
ekki góðan skilning. Næsta vetur er hann einnig á Hesti,
en þá er hann bæði kennari og nemandi. Haustið eftir
siglir hann til Svíþjóðar og dvelur að Sigtúnum árlangt.
Enginn vafi er á því, að hann hefur orðið fyrir mjög mikl-