Menntamál - 01.12.1941, Side 53

Menntamál - 01.12.1941, Side 53
MENNTAMÁL 147 fá lögleiddan 8 stunda vinnudag fyrir íslenzka verkamenn, og ennþá ólíklegra væri, að þessi atkvæðagreiðsla í franska þinginu bætti nokkuð kjör okkar íslenzku barnakennar- anna. Eirikur fyrtist þó ekkert við þumbaraháttinn í mér, en fór að skýra fyrir mér, hvað verkamenn allra þjóða ættu nú framvegis mikinn frítíma til að lesa góðar bækur, mennta sig og manna á allan hátt. Eiríkur var heimsborgari. Honum var ekki nóg að hann sjálfur, vinir hans og einhver lítill hluti manna í heimin- um nytu bættra kjara, ef allur hinn mikli hluti mann- anna sat í skugganum. En það stráði mörgum vonarblómum á leið hans, að hann var bjartsýnn og stundum svo furðu gegndi. Nátengt bjartsýninni var og hugsæi hans. Hann var hugsjónamaður. En hugsjónir hans munu þó meir hafa komið af ást hans af lífinu og þeirri umhyggju, sem hann bar fyrir allra þjóða hag og gengi. Hugsjónir hans, þær sem birtust í samræðum hans, voru oftast nær mjög al- menns eðlis. Máske hefur Eiríkur ekki að jafnaði verið stórum frumlegri en gerist um menntaða, viðsýna menn, en áhugi hans og einlægni bar jafnan af. Það var ekki alltaf auðvelt að rökræða við Eirík. Hann seildist oft djúpt til viðræðuefnisins, og hann hafði til að spyrja þann, sem hann ræddi við, vandsvaraðra spurninga. Stundum. lét hann hverja spurninguna reka aðra, svo að sá, sem hann svaraði, hafði varla við. Spurningarnar urðu þá stundum eins og vel útlátnir löðrungar, sem hann gaf sífellt á hægri og vinstri. Eiríkur hafði af þessu mikið yndi. Kappræðan var honum yndi, því að hann þráði að skilja dýpstu rök lífsins. Þegar viðræðumaður hans þreyttist að svara, kom Eiríkur sjálfur með sín svör. Og þá kom í ljós, að hann hafði spurt af innri þörf. Hann hafði langað að heyra annarra svör við þeim vandamálum, sem hann sjálf- ur hafði hugsað um og reynt að fá skýringar á. Nátengt þessum viðfangsefnum hans voru hugsanir hans 10*

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.