Menntamál - 01.12.1941, Blaðsíða 43
MENNTAMÁL
137
Jóii Sigai'ðsson:
Mlimliigf
Eiríki^ Magnii^sonar
Was wdre dein Gliick, wenn
du nicht die hattest, welchen
du leuchtest! Nietzsche.
Fórnarlundin.
Hinn 9. sept. s. 1. andaðist
Eiríkur Magnússon kennari.
Við fráfall Eiríks er óbætt
skarð í fylkingu beztu sona
íslenzku þjóðarinnar. Hann
var slikt ljós mannlegs per-
sónuleika, að hverjum
manni, sem þekkti hann,
hlaut að finnast skyggja að,
þegar hann kvaddi.
Þegar ég nú hugsa um Ei-
rík, um langa viðkynningu
og síðar samstarfið með
honum, þá verður mér að
spyrja: Hvað var ríkast í eðli hans? Svarið er ekki auðfund-
ið, því að Eiríkur var óvenju fjölþættur maður, og hann lifði
næmu andlegu lífi, svo að fátt andlegra mála, hvort sem
var hér á landi eða út um lönd, var honum óviðkomandi.
Hann þjáðist með hinum þjáðu og hryggðist með þeim,
sem hryggir voru. En hann gladdist líka af einlægum
huga yfir því, sem vel gekk og studdi að heill alþjóðar og
framgangi þeirra mála, sem hann bar mest fyrir brjósti.
Og það var margt, sem Eiríkur Magnússon bar fyrir
Eirikur Magnússon