Menntamál - 01.12.1941, Page 88
182
MENNTAMÁL
Fcreldrafundir.
Barnaskóli Akureyrar gekkst fyrir tveimur foreldrafundum dag-
ana 11. og 12. nóvember og voru fundirnir haldnir í kirkjukapellunni.
Umræðueíni fundarins var: samvinna heimila og skóla og sameig-
inleg vandamál þessara stofnana. Snorri Sigfússon skólastjóri var
málshefjandi á báðum fundunum.
Snorri Sigfússon skólastjóri,
sem tekið hefur að sér að sinna námsstjórastörfum og eftirliti
með barnafræðslunni milli Vatnsskarðs og Öxarfjarðarheiðar þetta
ár, hefur í haust ferðast um og haldið fundi með kennurum og rætt
við þá um vetrarstarfið. Sumstaðar hafa einnig skólanefndarmenn
tekið þátt í þessum viðræðum. Hefur þá einnig verið rætt um fram-
tíðarúrræði dreifbýlisins í fræðslumálunum. Síðar mun svo Sn. S.
heimsækja eitthvað af skólunum á þessu svæði. Virðist honum að
kennarar fagni mjög þessari nýbreytni og hyggur hann gott til sam-
starfs við þá um margskonar endurbætur, því sannleikurinn mun
vera sá, að ástand það er nú ríkir víða í dreifbýlinu fer sízt batn-
andi, og mun með öllu óviðunandi til frambúðar. Þarf þá vitanlega
á mörgum örðugleikum að sigrast og ekki að búast við skjótum á-
rangri, en vissulega má vænta mikils af þessu leiðbeiningastarfi er
strmdir líða.
Frá barnaskóla Akureyrar.
Ofurlitlum nýjum þætti hefur nú, í tilraunaskyni, verið bætt inn
í móðurmálskennslu barnaskólans á Akureyri. Er það með þeim hætti,
að hver árgangur skólans kemur saman tvisvar í mánuði í kirkju-
kapellunni, sem skólinn hefur á leigu, og lesa þar upp 3—4 börn úr
hverri deild kvæði, sögur, frumsamdar ritgerðir, smá samtöl, kórlestra
o. s. frv., og á milli eru sungin ættjarðarljóð. Upplestrarefnið er því nær
eingöngu eftir íslenzk skáld og rithöfunda, og segja börnin jafnan
eitthvað frá skáldinu um leið. Jafnframt vekja kennarar athygli barn-
anna á ýmsu því markverðasta við upplestrarefnið eða höfund þess.
Eru þetta því nokkurskonar þjóðlegir bókmenntatímar, jafnframt
því, sem þeim er ætlað að skerpa smekk barnanna fyrir réttri og
fagurri meðferð málsins, bæði í bundnu og óbundnu máli. En reynslan
veröur að skera úr hvað upp af þessu vex.
Kennarafélag Eyjafjarðar 10 ára.
Hinn 4. okt. s. 1. var Kennarafélag Eyjafjarðar 10 ára. Var það stofn-
að haustið 1931 með 17 félögum, en telur nú 38 félaga.