Menntamál - 01.12.1941, Blaðsíða 44
138
MENNTAMÁL
brjósti. Hann taldi sjálfan sig mann hins nýja tíma og
hann var maður nýrra hugsjóna og allra nýrra fram-
kvæmda, sem leitt gætu til aukinnar farsældar landi og lýð.
Hann hafði brennandi áhuga á öllum þeim nýjungum í
þjóðfélagsmálum, sem hann áleit, að væru til bóta og veittu
hverjum einstakling réttláta hlutdeild í þeim gæðum, sem
þjóðfélagið hefur fram að bjóða.
En Eiríkur var strangur við sjálfan sig og aðra, sem
hann hafði afskipti af. Hann skrifar á einum stað:*)
„— Því að sá, sem ekki gerir kröfur til sjálfs sin um vöxt
og markvíst sjálfsuppeldi, stendur illa að vígi að krefjast
þroskaskilyrða af öðrum.“
Og kröfur Eiríks náðu ekki aðeins til einstaklingsins
sjálfs, en hann var ávallt vandlátur um framkvæmdir
þess málstaðar, sem hann barðist fyrir.
„Og í sjálfs þíns brjósti bundnar
blunda raddir náttúrunnar“
segir Grímur Thomsen.
Þessi orð eru látlaus, og að því er virðist almenn, og auð-
vitað eiga þau að miklu leyti við um hvern mann, en Eirík-
ur var einn þeirra fáu, sem þau áttu við með réttu og voru
sannmæli um. Eiríkur var heill í eðli sínu, og hann var svo
nátengdur lífinu, að ég hef fáa menn þekkt slíka. Mér
finnst allar taugar mannlegs lífs og lifandi náttúrunnar
eiga rætur í vitund hans og eðli.
Það má vera, að ýmsum samferðamönnum Eiríks finn-
ist hér of mikið sagt. Og gáfaðan mann hef ég rætt við
um Eirík, sem þekkti hann vel um skeið, sem' fannst Ei-
ríkur furðu ofstækisfullur á köflum og skoðanir hans á
sumum málum einstrengingslegar. En að öðru leyti fóru
skoðanir okkar um Eirík mjög saman.
Ég held, að þessi menntamaður hafi sjálfur dæmt Eirík
of einstrengingslega og ekki tekið tillit til þeirrar aðstöðu,
) „Til þeirra sem ungir eru“. Rauðir pennar 1936.