Menntamál - 01.12.1941, Side 64

Menntamál - 01.12.1941, Side 64
158 MENNTAMÁL Arngr. Kristjánsson hafði að mestu framkvæmd fyrir nefndarinnar hönd við undirbúning, en skrifstofustjóri var ráðinn Gísli Jónasson yfirkennari. Samkvæmt upplýs- ingum frá skrifstofustjóranum eru eftirfarandi tölur um ráðstöfun barna á vegum nefndarinnar og kostnaður: Á 13 barnaheimilum samtals 625 börn, flest 5—10 ára. Á 9 mæðraheimilum samtals 165 börn (ungbörn með mæðr- um sínum). Á sveitaheimilum, ráðstafað af nefndinni 684 börn. Alls samtals 1474 börn að öllu leyti. Auk þess rúmlega 1000 börn styrkt til fatakaupa og flutt ókeypis. Innkomið fé: Samskot ................... kr. 60.000,00 Meðlög aðstandenda........ — 63.000,00 Bæjarstyrkur ............... — 150.000,00 Ríkisstyrkur................ — 150.000,00 Alls kr. 423.000,00 Þessu fé var varið til þess að standast straum af húsa- leigu, flutningum, fatagjöfum, fæði og kaupgjaldi. Ritstj. Sninardvol Akureyrai'barna. Vorið 1941 kusu ýms félög og stofnanir á Akureyri, að tilhlutun barnaverndarnefndar, sérstaka nefnd til að vinna að því, að útvega dvalarstaði í sveit fyrir börn úr bænum yfir sumarið. Nefndina skipuðu: Ungfrú Krist- björg Jónatansdóttir frá verkakvennafélaginu „Eining“, frú Jónheiður Eggerz frá kvenfélaginu „Framtíðin“, Guð- björn Björnsson frá Oddfellowstúkunni „Sjöfn“, Jakob Karlsson frá bæjarstjórn Akureyrar, Baldvin Ryel frá Rauða krossi Akureyrar, Helgi Ólafsson frá barnaverndar-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.