Menntamál - 01.12.1941, Blaðsíða 84
178
MENNTAMÁL
ið mjög þýðingarmikið fyrir þjóðfélagið, og launa kennara sína svo
vel, að þeir þurfa ekki að nota sumartímann til þess að leita sér að
atvinnu, svo að þeir fái örlitlar aukatekjur, heldur geti varið sumar-
leyfinu til hvíldar og menntunar og aukið þannig þekkingu sína á
kennslu og uppeldismálum. Kennarar þar verja sumartímanum til
þess að vera á námskeiðum, heimsækja uppeldisstofnanir o. fl. Til
dæmis um laun kennara á Norðurlöndum má geta þess, að byrjunar-
laun kennara í Gautaborg árið 1938 voru kr. 5500, — en kr. 7100,00
með fullum aldursuppbótum. (Sænskar krónur).
Af framangreindu mætti vera Ijóst, að laun barnakennara eru lág,
en þó mun tilgangslaust að fara fram á hækkun grunnlauna að svo
stöddu, enda vænta kennarar þess, að launalögin verði endurskoöuð
og samræmd mjög bráðlega.
Reykjavík, 25. febrúar 1941
F.h. Sambands íslenzkra barnakennara.
Arngrímur Kristjánsson, Árni Þórðarson, Guömundur í. Guðjónsson,
Ingvar Gunnarsson, Jónas B. Jónsson, Ólajur Þ. Kristjánsson,
Pálmi Jósefssan.
Framanskráð grein er aðalkjarni erindis þess, er launamálanefnd-
in sendi til Alþingis í fyrra vetur. En auk þess fylgdi ítarleg greinar-
gerð hverjum einstökum kröfulið, sem getið er hér að framan í grein
Jónasar B. Jónssonar. Greinargerðin öll var fulllöng til birtingar í
þessu hefti. Ritstj.