Menntamál - 01.12.1941, Qupperneq 54
148
MENNTAMÁL
um trú og trúarlíf. Ég átti oft ræður við hann um trú og
rök mannanna fyrir því, að framhaldslíf sé eftir dauð-
ann.
Eins og ég hef áður tekið fram, stundaði Eiríkur um
skeið nám í guðfræðideild Háskóla íslands. Ég er þess
fullviss, að annar eins alvörumaður og Eiríkur var, hefur
ekki látið sér detta í hug að ætla að verða prestur, nema
því að eins að hann hafi í rauninni fundið hjá sér köllun
til þess.
Þessi köllun hans hefur máske að einhverju leyti staf-
að frá störfum hans við að leiðbeina öðrum og hjálpa þeim.
Máske hefur hún eitthvað verið tengd löngun hans til
að greiða skuld þá, sem hann taldi sig standa í við lífið og
þá, sem studdu að uppvexti hans.
En höfuðorsökin álít ég hiklaust að hafi verið trúarþörf
hans sjálfs og dulin eða hálfdulin þrá hans til að leiða aðra
til réttara skilnings á lífinu, bæði þessa heims og annars.
Eiríkur Magnússon var trúmaður, máske á sumum svið-
um oftrúarmaður, og einmitt máske þess vegna hætti hann
við að verða prestur. Hann gerði svo strangar kröfur til
sjálfs sín, að hann taldi sig ekki geta afboriö að leysa
prestsverk sín af hendi án þess að orð hans og athafnir
væru ávallt í nánu samræmi við hjarta hans og sannfær-
ingu. Trú hans var einlæg og tilfinningarnar heitar. En
máske hefur skilningur hans á þessum málum ekki alls-
kostar samrýmzt íslenzkum venjum og skilningi alþjóð-
ar. En hann vissi, að hann gat hvorki hræsnað né falsað á
sér heimildir. Hitt var honum lífsnauðsyn að „vinna íyrir
lífið“, eins og hann komst að orði. Starfa fyrir aðra, fórna
kröftum sínum og heilsu í þágu mestu verðmæta alls lífs.
„Was wáre dein Gliick, wenn du nicht die háttest,,
welchen du leuchtest“. — Hversu vel eiga ekki þessi orð
þýzka heimspekingsins við um minningu Eiríks Magnús-
sonar.