Menntamál - 01.12.1941, Blaðsíða 71
MENNTAMÁL
165
Þótt margt og mikið sé eftir óunnið í launamálum stétt-
arinnar, þá eru þessar kjarabætur óneitanlega áfangi á
réttarbótaleiðinni, jafnvel sá stærsti síðan 1919, er launa-
lögin gengu í gildi. En þau lög voru til stórra hagsbóta
fyrir kennara, frá því sem áður var. Frá 1919 og þangað til
nú, hafa þær einar réttarbætur áunnist, að 1930 hækkuðu
laun farkennara um kr. 200,00. og 1933 var upptekin sú
regla, að kennarar misstu ekki áunnin réttindi til aldurs-
uppbóta, þótt þeir flyttust milli skólaflokka. Það var mjög
þýðingar mikið atriði og til stórra hagsbóta. Hitt get ég
aftur á móti ekki talið beinar kjarabætur, er starfstími
kennara var lengdur með nýju fræðslulögunum 1936, og
þeir fengu þess vegna hærri árslaun. Það voru miklu frem-
ur atvinnubætur. Hækkunin á árslaunum stafaði af lengri
starfstíma. Laun á hvern starfsmánuð voru þau sömu og
áður.
Það er engum blöðum um það að fletta, að kennarar
eru verst launaðir af öllum föstum starfsmönnum ríkis-
ins. Það lítur því ekki út fyrir. að þióðfélagið hafi háar hug-
myndir um þýðingu og nauðsyn kennarastarfsins. Það er
því næsta einkennilegt, að þegar vandamál steðja að, og
hætta virðist vofa yfir æskunni í landinu, að þá skuli vera
hrónað hátt á kennarana til hiálpar. Þá eiga þeir að vera
stoð og stytta heimilanna við að ala upd börnin. Þá eiga
þeir að móta skangereð hinnar unpvaxandi kvnslóðar. Þá
er enginn efi á því að skóiarnir hafi mikil og varanleg
áhrif á æskulýðinn. Þá virðist velferð þjóðarinnar hvíla á
starfi kennaranna.
En þegar kennarar fara á sama tíma fram á launahækk-
anir, svo að þeir ekki hafi lægri laun en þeir, sem reka
tappa í brennivínsflöskur Áfengisverzlunarinnar, þá dofn-
ar skyndilega áhuginn fyrir kennarastéttinni. Þá er allt
í einu farið að tala um útgjöid ríkisins til menntamála.
Þá er uppeldi æskulýðsins orðið verðlítið. Þá er óþarfi fyr-
ir kennara að fá sumarfrí með launum. Þá er starfið ekki