Menntamál - 01.12.1941, Qupperneq 36
130
MENNTAMÁL
hermanna um gangstéttir þær og götur, sem íslendingar
höfðu haft fyrir samkomustað hinn eftirminnilega 1. des-
ember, þegar þeir hylltu réttlætið og tilverurétt smælingj-
anna meðal þjóðanna. Og hér var það, sem kúgun þess
sterkara, ofbeldið og níðingshátturinn höfðu verið bann-
sungin. En hver mundi nú þá stund?
Auðsjáanlega hafði hver liðsflokkur ákveðið hlutverk
að vinna. Sumir liðsforingjarnir tóku upp hjá sér upp-
drætti af bænum til að átta sig eftir, og á skammri stund
voru hermennirnir komnir um allan miðbæinn og var her-
vörður settur á flestum götuhornum. Liðsflokkar tóku sér
einnig stöðu framan við lögreglustöðina, pósthúsið, lands-
símastöðina og gistihúsin. Fáni Rauða krossins var dreginn
að hún á Hótel íslandi, en bráðlega var hann dreginn
niður aftur, „því lítið var um fallna menn og særða“.
Þegar liðið kom að landssímastöðinni, voru dyr þar lok-
aðar, en þegar ekki dugði að snúa snerlinum, voru þær
umsvifalaust brotnar upp af mikilli hermennskulist. Tóku
Bretar alla símaafgreiðslu í sínar hendur.
Umferð var nú bönnuð á götum þeim, sem liggja niður
að gömlu hafnaruppfyllingunni og hervörður settur á
vegina út úr bænum. Máttu menn hvorki koma í bæinn
né fara út úr honum. Stóð það bann eitthvað fram eftir
deginum.
Einn hermannaflokkur heimsótti þýzka ræðismanninn.
Var hann tekinn höndum og allt hans hyski. Öðrum Þjóð-
verjum var smalað saman, hvar sem til þeirra náðist í
bænum. Dvöldu þeir einkum á gistihúsum hingað og þang-
að. Var allur þessi fénaður rekinn niður að höfn, komið
sem skjótast um borð i herskipin og var því að mestu lokið
þegar klukkan var 9.
Meðan þessu fór fram héldu stöðugt áfram liðsflutn-
ingar í land úr herskipunum. Var þetta orðinn mikill
fjöldi á mælikvarða okkar íslendinga. Þá hafði verið út-
býtt tilkynningu frá brezku herstjórninni meðal manna,