Menntamál - 01.10.1949, Page 6

Menntamál - 01.10.1949, Page 6
64 MENNTAMÁL íslenzkur kostakvistur. Um það bera ljóð hans sennilega bezt vitni. Hann hefur drukkið í sig hið bezta úr menningu átthaga sinna og þjóðar, og það hefur runnið honum í merg og bein. Sú menning er ekki einskis nýt, sem fóstrað hefir slíkan mann. En hann hefur einnig flutt hingað erlend menningaráhrif. „Þá haukskyggnu sjón,“ sem þau hefur valið, hafa alið „fjöll vor og firðir“. Amerískur mennta- maður, sem hér var á ferð í sumar, harmaði það. að hingað hafi borizt ýmislegt hið lélegasta úr amerískri menningu, svo sem tyggigúm, ,,hazard“-blöð og lélegar kvikmyndir. Innflutningur Steingríms er af allt öðrum toga spunninn, enda er góður að honum nauturinn. Steingrímur er kvæntur Hansínu Pálsdóttur frá Æsu- staðagerði í Eyjafirði. Eiga þau mjög ánægjulegt heimili. Kennarasamtökin heiðruðu Steingrím á sjötugsafmælinu með því að láta gera af honum málverk, sem á að verða eign Kennaraskólans eftir hans dag. Barnavinafélagið „Sumargjöf" gengst fyrir þvi að láta gera brjóstmynd af honum. Á að velja henni stað á barnaleikvelli í Reykjavík. Á. H. Sigurður Sigurðsson kennari, sá sem ritar greinina: Ritháttur íslenzkunnar, er fæddur 14. nóv. 1871 í Fögruhlíð í Jökulsárhlíð í Norður-Múlasýslu, lauk prófi frá Möðruvallaskóla 1895 og kennaraprófi frá Blaagaards Seminarium í Kaupmannaliöfn 1904. Hann liefur stundað kennslu á Eiðum, í barnaskóla Reykjavíkur, á Hólum í Hjaltadal og við barna- og ung- lingaskóla á Seyðisfirði. Bókavörður Bókasafns Austurlands hefur hann verið frá 1930. Hann hefur verið áhugamaður um bindindis- mál og fræðslumál og flutt erindi og ritað í blöð og tímarit um jtessi efnj,

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.