Menntamál - 01.10.1949, Page 12
70
MENNTAMÁL
hafa almennt verið notuð og talin góð og gild. Virðist þetta
einkum miðað við nákvæmari hliðsjón af orðstofnum en
áður hefir tíðkast. Nær það þó aðeins til nokkurra orða,
en ekki allra, t. d. má rita amerískur, austurískur og reyk-
vískur án þess að hafa k á undan sk. Hér er því ekki um
fyllsta samræmi að ræða.
Á undan t er / og p með sama hljóði. H. Kr. F. táknaði
það jafnan með p. Síðar var tekin upp sú regla að miða við
stofn orðanna og rita t. d. Ijúft af Ijúf en djúpt af djúp. Sú
regla er notuð almennt í riti. í nýjustu bókunum er svo
fyrir lagt að skrifa skuli skipta og svipta. Fyrra orðið er
sagt skylt skipa, en hið síðara orðinu svipur. — Er þessi
skyldleiki svo náinn, að sjálfsagt sé að rugla fastri venju
til að koma honum að? Ég efast um, að það sé heppilegt,
þó að það sé ekki vandlært. — 1 flestum orðabókum, sem
skólafólkið notar, öðrum en Stafsetningarorðabókunum
nýju, munu umrædd orð rituð með /.
Hljóðtáknin / og v hafa sama hljóð í framburði fjölda
orða, einkum milli tveggja sérhljóða. Um það, hvort rita
skal á hverjum stað, er aðalreglan þessi: Þar sem hljóðið
helzt í beygingarstofni orðanna skal það táknað með /,
en í endingum orða með v. — Á eftir þessari aðalreglu segir
Fr. G. í Ritreglum sínum, að sumir skrifi Svavar og Svava,
ævi og ævintýri. Megi það til sanns vegar færa, þegar
miðað sé við framburð og fornan rithátt. — Annars skilst
mér, að sumir aðrir, sem reglur semja um rithátt, séu
ákveðnari í því en Fr. G. að rita v í þessum orðum. —
Hvað sumir skrifa er ekki ætíð eftirbreytnisvert til að
miða rithátt við. T. d. skrifa sumir háskólagengnir ís-
lendingar örfa og örfandi, þó að Ijóst sé, að stofninn er
ör bæði í nafnorðinu og lýsingarorðinu og að v verði því
rétta hljóðtáknið á eftir r. Fleiri samsvarandi dæmi hefi
ég séð, þó að um annað sé að ræða en / eða v.
Ég er ekki glöggur á að greina hljóð málsins, enda finn
ég engan mun á hljóðum þeim, sem tákna skal með / eða