Menntamál - 01.10.1949, Síða 19

Menntamál - 01.10.1949, Síða 19
MENNTAMÁL 77 eldri orðabókunum, sem ég hefi litið í, er það aðeins orða- bók séra Jónasar, sem hefir aðallega v í þessum orðum. •— Þannig sést það „svart á hvítu“, að almenni ritháttur orðanna hefir lengi verið sá, að rita þau með /, þó að hitt hafi einnig verið til. Stafsetningin með / var búin að ná þeirri festu, að óheppilegt virðist að breyta henni. Líkt má segja um sumar aðrar nýbreytingarnar, sem nefndar eru að framan. í öðru lagi er lítil áherzla lögð á það, að sama orðið sé jafnan ritað á sama veg. Verður því ritháttur margra orða sitt á hvað hjá þeim, sem fylgja vilja aðalreglunum. Þetta festuleysi og afbrigði frá almennum rithætti, sem nú ber mikið á, virðist mér valda að nokkru leyti vaxandi ruglingi í þessum efnum. Mun það eiga sinn þátt í því „ófremdarástandi", sem B. G. nefnir svo í riti sínu um framburð og stafsetningu. Síðasta hefti Menntamála. Árni Þórðarson skólastjóri og Guð'jón Guðjónsson skólastjóri önn- uðust útgáfu síðasta heftis Menntamála í forföllum undirritaðs, sem færir þeim beztu Juikkir fyrir. Ritstj. Tveir nýir gagnfræðaskólar í Reykjavík. Tveir nýir gagnfræðaskólar taka til starfa í Reykjavik í haust. Ann- ar jreirra verður til húsa á Hringbraut 121 í leiguhúsnæði. Skólastjóri hans er Árni Þórðarson fyrr eftirlitskennari í íslenzku við Miðbæjar- skólann. Hinn á samastað í Franska spítalanum í Reykjavík. Skóla- stjóri þessa nýja skóla er Jón Gissurarson, áður kennari við Gagnfræða- skólann í Reykjavík.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.