Menntamál - 01.10.1949, Side 20

Menntamál - 01.10.1949, Side 20
78 MENNTAMÁL SOFIE RIFBJERG: Uppeldi treggáfaðra barna. Erindi það, sem hér birtist, var flutt á 15. norræna skólamótinu 1948. Höfundur er Sofie Rífbjerg skólastjóri í Kaupmannahöfn. Er hún gagn- merkur skólafrömuður og hefur átt mikinn þátt í þvi að ryðja nýrri þekk- ingu á uppeldismálum til rúms í Danmörku. Vil ég leyfa mér að hvetja kennara, sem hafa treggáfuð börn í umsjá sinni, að kynna sér vandlega þau hagnýtu ráð og leiðbeiningar, sem erindi þetta hefur að flytja. Ritstj. Hve mikill hundraðshluti barna er treggáfaður? Er ég ræði um treggáfuð börn, á ég við þau börn, sem ekkert gagn hafa af námi í barnaskólabekk venjulegrar stærðar þ. e. börn, sem ná greindarvísitölu milli 70—90. Þessi börn eru stundum kölluð seinþroska og stundum tornæm. Allmikill fjöldi barna fyllir þennan flokk. Enski sál- fræðingurinn Cyril Burt og ýmsir aðrir enskir uppeldis- fræðingar telja um 10% allra barna þar í landi í þessum hópi og ef til vill fleiri í sveitunum. Á Norðurlöndum hafa farið fram rannsóknir sem leiða í ljós, að 6—7% barna hið minnsta fylli þennan flokk. Vitaskuld eru ekki tillölu- lega fleiri vangefin börn í Englandi en á Norðurlöndum. Milli gáfnaflokkanna eru hvergi greinileg skil, og merkja- línan á milli þeirra er dregin af nokkuru handahófi. Cyril Burt kveður það einkum vera fjárhagslegt atriði. Sum lönd og sumar borgir hafa betri efni á því en önnur að stofna sérskóla fyrir vangefin börn, og er merkjalínan dregin eftir því. í Kaupmannahöfn voru fyrst stofnaðir sérskólar handa

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.