Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 22
80 MENNTAMAL saman, er barnið sent í sérskóla. En þetta er ekki skynsam- leg aðferð. Það á að rannsaka öll börn í fyrsta bekk eða áður en þau koma í fyrsta bekk. Auðvitað á að taka fyllsta tillit til umhverfis barnsins og þroskamöguleika þess, en það ætti ekki að koma fyrir, að barn eyddi einu ári og jafn- vel tveimur — í deild, þar sem því verða engin not að nám- inu, áður en það kemst á réttan stað. Það er augljóst mál, að það á að vera greiður gangur milli deilda, svo að hægt sé að flytja barn aftur í almenna skólann, ef því reynist námið í sérskólanum of auðvelt. II. Kennslan á í öllum aðalatriðum að vera miðuð við hvern einstakling. í æfingargreinum verður að hafa daglegar æfingar, hæfilega lengi í einu og með hæfilegu millibili. Það er nauð- synlegt, að þessi börn læri dálítið í móðurmáli og reikn- ingi, þó að lestrarleikni og reikningslist liggi víðsfjarri hugðarefnum þeirra, og þó að mörgum þessum börnum veitist geysilega erfitt að ná valdi á frumatriðunum þess- ara greina. Flest þeirra finna þó mjög til þess undir niðri, að það sé nauðsynlegt að læra að lesa, skrifa og reikna til þess að geta verið eins og önnur börn. Það er yfirleitt þeirra heitasta þrá. En mikils er um það vert, að námið í þessum æfingagreinum sé með skemmtibrag. Það ríður því á að hafa æfingastundirnar stuttar, gera viðfangsefn- ið sem auðskildast og fara eins hægt í sakirnar og unnt er, svo að börnin þreytist ekki og ekki komist inn hjá þeim, að námið sé þeim um megn. í lesgreinum ber að leggja mesta áherzlu á frásögn og sýnikennslu (myndir, skuggamyndir og kvikmyndir.) Lexíunám í venjulegum skilningi ætti að forðast. Ef börn- in geta lesið, er bezt að lána þeim eitthvað, sem þau geta lesið sér til skemmtunar annað hvort heima eða í skólanum, eins er hægt að láta þau teikna, skrifa eða reikna heima, en þess ber að minnast að láta þau engin heimaverkefni hafa, nema það sé fyllilega öruggt, að þeim veitist létt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.