Menntamál - 01.10.1949, Síða 26

Menntamál - 01.10.1949, Síða 26
84 MENNTAMÁL börn náðu hér um bil sama stigi í meðferð talna og með- allag 12 ára barna í almenna skólanum. Þér munuð segja: Treggáfuð börn kunna ekki að hugsa — ekki draga rökréttar ályktanir. Þetta stendur í öllum nútíma kennslubókum í sálarfræði, og ég hef eitt sinn heyrt einn doctor philosophiae í Hamborg segja það, og hafði hann einmitt hlotið doktorsnafnbót fyrir ritgerð um sérskólabörn. Hann rannsakaði börnin með svonefndri Sókratesaraðferð þ. e. með því að rökræða við þau, fá þau til að draga ályktanir, sem leiddu til lausnar á reiknings- dæmi. Eftir tuttugu mínútna pyndingar (þ. e. sífelldar spurningar, sem gerðu barnið æ kjarkminna og vansælla) rak lokaspurningin lestina. Svar barnsins var skakkt, og kennarinn dró þá ályktun: Vitaskuld geta treggáfuð börn ekki hugsað. Þegar þessi börn eru athuguð í daglegu umhverfi sínu og þau eru umflotin viðfangsefnum, sem samsvara hæfileikum þeirra, gefast þess yfrin dæmi, að þau geta prýðisvel dregið ályktanir, þau verða aðeins að þekkja og skilja þau efni, sem ályktað skal um. Frumherjar vinnuskólans héldu því fram, að börnin yrðu fyrst að fá að þreifa á hlutunum, áð- ur en þau gætu skilið þá. Þetta á framar öllu við um treg- gáfuð börn. Allir sálfræðingar eru á einu máli um það, ef eitthvert viðfangsefni á að örva barn til athafna, verður það að skynja einhvern tilgangmeð því. Þessu er okkur svo hætt við að gleyma í reikningskennslunni í sérskólanum. Þau sjá engan tilgang eða markmið í öllum þessum talna- sæg, sem þau eru að glíma við í sífellu. Af þessu stafa mörg hinna kjánalegu svara, sem heyra má tíðum í kennslustundum í reikningi í sérskólum. Það á ekki að sýna þessum börnum stöku sinnum vog, kvarða eða annað þess konar. Reikningsnám þeirra á að langmsetu leyti að vera fólgið í því að fara með peninga og mælitæki. Eins og ég tók fram í fyrstu, verða þau að fá stutt æfingaskeið í meðferð talna, en um fram allt verður

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.