Menntamál - 01.10.1949, Síða 29

Menntamál - 01.10.1949, Síða 29
MENNTAMÁL 87 Verkefni skrifstofunnar er í fyrsta lagi að rannsaka þau börn, sem á einn eða annan hátt geta ekki lagað sig eftir umhverfinu eða eru að einhverju leyti öðruvísi en þau ættu að vera, og í öðru lagi, reyna að finna ráð til úr- bóta. Rannsóknin er alltaf í þrem aðalþáttum. Það er félags- leg rannsókn á heimili barnsins, fjölskyldu, umhverfi og öllum aðbúnaði. Sálfræðileg rannsókn á gáfum, persónu- leika og skapgerð. Við það eru notuð viðeigandi smápróf, auk þess samtöl við barnið, aðstandendur þess og kennara. Þessi hluti rannsóknarinnar tekur lengstan tíma, og barn- ið þarf að koma tvisvar til þrisvar til sálfræðingsins til að ljúka henni. Að síðustu kemur rannsókn læknisins á heilsu- fari barnsins. Að þessu loknu er tilfellið rætt sameiginlega af öllum þeim, sem tekið hafa þátt í rannsókninni, og þá er tekin ákvörðun um, hvað gera skuli. Starfslið skrifstof- unnar er nú sem stendur þrír sálfræðingar, tveir sálfræði- nemar, einn uppeldisfræðingur, einn læknir, sem er sér- fræðingur í taugasjúkdómum, og ein skrifstofustúlka. Ennþá er starfsfólk skrifstofunnar þó alltof fátt og fjöldi barna er á biðlista. Venjulega eru það skólarnir, sem senda börnin til skrif- stofunnar, en foreldrar eða aðstandendur geta engu að síður gert það, þótt þeir geri það ekki eins oft. 1 rauninni er það þó æskilegra, því að þau tilfelli, sem koma beint frá heimilunum, eru oftast skemmra á veg komin, og eru þá meiri möguleikar á, að aðgerðir til að bæta úr erfiðleikun- um beri árangur. Þau tilfelli, sem koma til skrifstofunnar, eru margs konar. Langflest eru þau, sem kalla mætti erfið börn. Frá skólunum koma börn, sem skrópa, eru þrjózk eða óhlýðin, og börn, sem geta ekki fylgzt með venjulegri kennslu. Þá koma og afbrotabörn, einkum frá barnavernd- arnefnd. Á skrifstofunni er svo reynt að finna orsakir erf- iðleikanna í hverju tilfelli. Einstöku sinnum er um beinan gáfnaskort að ræða, en það eru þó undantekningar. Nokkru

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.