Menntamál - 01.10.1949, Side 30

Menntamál - 01.10.1949, Side 30
88 MENNTAMÁL algengari er svo nefnd orðblinda. Börn, sem líða af henni, eiga oftast erfitt með að fylgjast með venjulegri kennslu, og eru því oft álitin löt eða heimsk, þótt þau séu hvorugt. Þessi skoðun getur síðar skapað minnimáttarkennd eða aðrar truflanir í tilfinningalífi barnsins, sem gerir það síðan að taugaveikluðu vandræðabarni. Langalgengustu tilfellin eru þó börn með alls konar truflanir á tilfinninga- lífi eða hegðun, og eiga þessir erfiðleikar oftast rót sína að rekja til uppeldisins eða þess umhverfis, sem barnið hefur lifað í. Aðgerðir til úrbóta geta verið margs konar og mismun- andi, og fara eftir því hvers eðlis tilfellið er. Það getur ver- ið um að ræða að útvega barninu nýja fósturforeldra, koma því burt úr borginni eða koma því fyrir á uppeldisheimili. Sé um treggáfuð börn að ræða, eða séu einhver vandamál í sambandi við sjálft námið, þarf að láta barnið fá sérstaka kennslu við þess hæfi eða flytja það í annan bekk. Venju- legasta sálfræðilega aðstoðin, sem hægt er að veita, eru ráð- leggingar um uppéldismál. Reynt er að fá foreldra eða að- standendur til að skilja barnið, setja sig í þess spor, og reyna að skilja, hvernig hegðun þess er bein afleiðing af áhrifum umhverfisins á það. Oftast ber þetta nokkurn ár- angur. Flestir foreldrar vilja gera börn sín að nýtum og hamingjusömum einstaklingum, en vantar aðeins að vita, hvernig á að ná þessu marki. Undirstöðuatriðið er, að fólk beri að líta á erfið börn, sem sálfræðilegt og félagslegt vandamál, í stað þess að líta á þau, sem ,,spillt“, eða ,,vand- ræðabörn." Auk þessa hefur verið lítið eitt byrjað með sálrænar lækningar á skrifstofnnni. Einstöku börn fá að koma þar og talá út um vandamál sín, eða fá að leika sér þar nokkra stund. Þetta er sumpart gert í rannsóknarsltVni. Sé um greinilega sálsýki að ræða, er barnið sent sérfræðingi á því sviði. Ég vil nú, áður en lengra er haldið, skýra frá einu dæmi

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.