Menntamál - 01.10.1949, Qupperneq 33
MENNTAMÁL
91
Ástæðan til að heimilin eru svo mikilvæg, er einkum sú,
að tilfinningalíf barnanna er oftast meir bundið foreldr-
um og systkinum en kennurum eða öðrum félögum. Heim-
ilið hefur auk þess mótað skapgerð barnanna fyrstu árin.
Oftast er heimilum erfiðu barnanna að einhverju leyti
ábótavant. Algengasti gallinn er drykkj uskapur annars
eða beggja foreldranna. Algengar orsakir eru líka langvinn
veikindi aðstandenda, dauðsfiill, skilnaðir, fátækt og þess
konar. Oft er þó um að ræða heimili, sem virðast góð, en
hefur ekki tekizt að veita börnunum þá hlýju og skilning,
sem eru nauðsynleg skilyrði fyrir eðlilegum þroska. Oft
geta félagsleg vandamál ásamt truflunum á tilfinninga-
lífi orðið þess valdandi, að barninu notist ekki að gáfum
sínum, og dæmi það, sem hér var tekið, sýnir þetta vel.
í þessari grein hef ég leitazt við að lýsa, hvernig sálfræð-
in er hagnýtt á sálfræðistofunni, sem Óslóarborg rekur
fyrir sína skóla. Ennþá er þetta allt á byrjunarstigi. Hvert
land hefur hagnýtt.sálfræðina nokkuð á sinn hátt. Ef við
berum saman skólasálfræðina í Noregi og Danmörku, sjá-
um við, að í Noregi er lögð meiri áherzla á andlega heilsu-
vernd, en í Danmörku er sálfræðin hagnýtt meira bein-
línis í þágu námsins.
Ég ætla ekki að spá neinu um, hvernig heppilegast muni
verða að skipa þessum málum hér á landi. Uppeldisfræði-
leg vandamál eru nokkuð mismunandi í hinum ýmsu lönd-
um. Þau ákvarðast af menningu og venjum hverrar þjóðar.
En ef við gerum einhvern tíma eitthvað fyrir okkar erfiðu
börn, þurfum við að leita fyrirmynda frá sem flestum stöð-
um og reyna að samræma það bezta, sem við finnum, og
það, sem bezt á við aðstæðurnar í okkar landi.