Menntamál - 01.10.1949, Page 36

Menntamál - 01.10.1949, Page 36
94 MENNTAMÁL fræði, þjóðfélagsfræði, saga, landafræði, líffræði, eðlis- fræði, hagnýtt nám (praktisk grunnkurs) teiknun, músík og leikfimi. í fyrsta bekk á enska einnig að vera skyldu- námsgrein og efnafræði í öðrum bekk. — Hagnýta námið, sem skylt skal að leggja stund á, varðar störf og rekstur heimila, viðgerðir á húsgögnum og heimilistækjum, hagnýt- ingu hvers konar efniviðar, leiðbeiningu um innkaup o. s. frv. Miðar þetta mjög að sparnaði í bjóðarbúskapnum og að kenna mönnum að búa sem bezt að sínu. Er þegar lagt mikið kapp á slíka kennslu í sænskum skólum. Kom það glögglega í ljós á skólasýningunni miklu í Stokkhólmi sum- arið 1948. — Áuk þessa er gert ráð fyrir öðru hagnýtu námi, þar sem nemendum verður gefinn kostur á að velja sér námsgreinar. Eru þar nefndir saumar, smíðar (bæði úr tré og járni), tækjagerð (fysikslöjd), garðrækt, vélritun o. fl. Enn fremur er ætlazt til, að frumatriði iðnnáms í fjölmörgum greinum verði kennd í 2. bekk. Skal hver nem- andi kjósa sér sína iðngrein, og fer að sjálfsögðu eftir stað- háttum, hvaða greinar og hversu margar hægt verður að kenna á hverjum stað. Þessari iðnfræðslu er jafnframt ætlað að kynna nemendum starfsgreinarnar í því skyni að auðvelda þeim atvinnuvalið. Með þriðja bekk gagnfræðaskólans hefst regluleg deilda- skipting. Og er sá bekkur þrískiptur. Ein deildin er bóknámsdeild, ætluð þeim, sem ekki hafa í huga að stunda lengra nám í skóla, sem veitir almenna fræðslu t. d. mennta -skóla. Verður kennsla í þeirri deild einkum framhald af bóknámsgreinum 1. og 2. bekkjar. Áherzla er á það lögð, að þeirri hugmynd verði haldið frá nemendum, að þeir séu ekki fullnuma að skyldunáminu loknu, og í því skyni verði reynt að kynna þeim, svo sem föng eru á, þær leiðir, sem standi þeim til boða til að efla þekkingu sína, eftir að skóla sleppir, t. d. starfsemi námsflokka, bréfskóla, bóka- safna, útvarps, leikhúsa, kvikmyndahúsa, enn fremur tón- list og að hagnýta sér hvers konar sýningar.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.