Menntamál - 01.10.1949, Page 40
98
MENNTAMÁL
skólamálanefndarinnar varðandi skólaskipanina. Tillög-
urnar fela einnig fjölmargt í sér, sem eigi er kostur á að
gera grein fyrir hér, svo sem mikilvægar ráðleggingar um
vinnubrögðin í skólunum. Er þar lögð megináherzla á
starfsuppeldi (aktivitetspedagogikk), enn fremur á hvers
konar félagslegar ráðstafanir, hagnýtingu sálarfræðinnar
í þágu uppeldisins o. fl. o. fl. — Er ekki ofmælt, þótt svo sé
að orði kveðið, að þær beri vitni stórbrotinni viðleitni til
mannræktar, fegrunar og göfgunar sænsks þjóðlífs.
Á. H.
Heimsókn norsku kennaranna.
Svo sem kunnugt er bauð Samband íslenzkra barnakenn-
ara 10 norskum kennurum hingað í heimsókn vorið 1945,
þegar stríðinu var lokið, þ. e. a. s. þeim var boðið að kosta
dvöl þeirra hér á landi hálfsmánaðartíma, ef þeir sæi
sér fært að greiða fargjöldin. Var frá þessu sagt á sínum
tíma bæði í ræðu og riti, m. a. á uppeldismálaþinginu 1945,
og heitið á stuðning kennara í þessu máli. Var því vel tek-
ið. Vegna ýmsra örðugleika gat norska kennarasambandið
ekki þegið þetta boð strax, því að svo mörg óleyst verkefni
biðu heima fyrir í stríðslokin, að þau urðu að sitja í fyrir-
rúmi. En stjórnir kennarasambandanna héldu málinu vak-
andi og biðu góðs færis.
í fyrrasumar fóru nokkrir íslenzkir kennarar á 15.
norræna skólamótið í Stokkhólmi. Á heimleið komu þeir við
í Ósló. Norskir kennarar buðu íslenzku kennurunum í
ferðalag út fyrir borgina og snæddu með þeim miðdegis-
verð. Þá var ákveðið, að norsku kennararnir kæmu til Is-