Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 47

Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 47
MENNTAMÁL 105 tökunefndar var lasinn. Bauð hann gesti velkomna og skýrði skemmtiatriði. Samsætið hófst með því, að Hávard Skirbekk skólastj. sýndi tvær ágætar myndir frá Noregi og skýrði þær. Kvaðst hann vilja sýna gestgjöfum sínum smámynd áf Noregi, þar sem þeir hefðu farið með þá félaga vítt um sitt land undanfarna daga. Var gerður góður róm- ur að máli hans og myndasýningunni. Síðan var setzt að borðum. Voru fluttar margar ræður og mikið sungið. Fyrst flutti formaður S. í. B. ávarp til norsku gestanna. Gerði hann grein fyrir, hvers vegna S. í. B. hefði boðið norsku kennurunum, hve mikil samúð hefði verið með þeim hér á landi í baráttu stríðsáranna og hvað þjóðirnar væru lík- ar bæði að útliti, máli og menningu allri. I lok ræðu sinnar bað hann fararstjóra fyrir kveðju til Norges Lærerlag og afhenti honum gjöf til þess frá S. í. B., skrautútgáfu Helga- fells af ljóðum Jónasar Hallgrímssonar. H. Skirþekk svar- aði og flutti snjalla ræðu, þar sem hann lét í ljós ánægju sína yfir ferðalaginu og þakkaði með fögrum orðum mót- tökurnar. Einnig talaði hann um vaxandi kynni íslenzkra og norskra kennara og óskaði, að samskipti þeirra yrðu sem mest í náinni framtíð. — Hinir gestirnir fluttu allir stuttar kveðju- og þakkarræður. Voru þeir allir vel máli farnir og sumir ágætlega. Allir létu þeir í ljósi ánægju yfir góðum viðtökum, töluðu um fegurð landsins og að þessi ferð væri orðin í alla staði ánægjulegri en þeir hefðu getað ímyndað sér. Sumir þeirra létu í ljósi aðdáun sína á ýmsu, sem þeir höfðu séð hér, t. d. hinum nýju skólum og mörgu fallegu íbúðarhúsunum, sérstæðu, stórbrotnu landslagi o. fl. Einn þeirra sagði, að börnin í skóla sínum hefðu vitað dálítið um íslands, en hér eftir skyldu þau vita miklu meira. Sá hinn sami keypti bæði stórt veggkort af íslandi og stór- an íslenzkan fána handa skóla sínum. Allir fullyrtu þeir, að ferð þessi yrði þeim ógleymanleg, og ýmsir þeirra sögðu, að hér eftir myndu þeir gera allt, sem í þéirra valdi stæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.