Menntamál - 01.10.1949, Side 48

Menntamál - 01.10.1949, Side 48
106 MENNTAMÁL til þess að kynna ísland meðal landa sinna. Var auðheyrt, að þar fylgdi hugur máli. Áður en staðið var upp frá borðum, voru sungnir þjóð- söngvar Noregs og íslands. Síðan voru borð upptekin og dans stiginn af miklu fjöri fram yfir miðnætti. Daginn eftir var kvöldverðarboð það hjá Arngrími Kristjánssyni skólastjóra, sem áður getur. Þar flutti hann ágæta kveðjuræðu fyrir hönd móttökunefndarinnar og afhenti gestunum gjöf til minja frá S. I. B. Var það íslenzkur fáni á skreyttri málmstöng. Bókagjafir bárust þeim og frá ýmsum nefndarmönnum. Gestirnir svöruðu allir og þökkuðu. Var þetta mjög ánægjulegt kvöld, sem og öll hin. Heimsóknir í skóla, söfn o. fl. Annað kvöldið, er gestirnir dvöldu hér, var þeim sýndur Laugarnesskólinn og sýndar þar 2 íslenzkar kvikmyndir. Var það kvikmynd skógræktarfélags íslands af Þórsmörk og öræfum og Heklumynd Guðm. frá Miðdal, er sýndi S. f. B. þá velvild að koma sjálfur og skýra myndina. Var það ágætur greiði. Síðan skoðuðu gestirnir fleiri skóla hér í Reykjavík og barnaskólann í Hafnarfirði. Einnig skoðuðu þeir alla helztu skóla, sem urðu á leið þeirra i norðurferðinni, svo og Laugarvatnsskólann. Einkum þótti þeim merkilegt að kynnast þar líka starfi húsmæðraskól- anna. Mikið þótti þeim koma til nýjustu skólanna hér í Reykjavík og sögðust ekki hafa séð svo myndarlega ný- tízku skóla fyrr, t. d. eins og Lauganesskólann. Gerðu þeir sér far um að kynnast öllum nýjungum, er fyrir augu bar, í skólanum og einnig íslenzku skólastarfi. Einn daginn voru þeir boðnir í fræðslumálaskrifstofuna og þar átti fræðslumálastjóri langt viðtal við þá og svaraði fyrir- spurnum þeirra um íslenzk skólamál. Fengu þeir hvor um sig að gjöf fræðslulögin nýju í danskri þýðingu svo og all-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.