Menntamál - 01.10.1949, Síða 50

Menntamál - 01.10.1949, Síða 50
108 MENNTAMÁL kennaranna lokið. Má segja, að hún hafi vel tekizt. Hjálp- aðist að hagstætt veður og greiðvikni og góðvild margra manna. Einnig það að norsku kennararnir voru prýðileg- ustu menn, sem ánægja var að kynnast og voru því ágætir fulltrúar þjóðar sinnar. Ég er viss um, að þessi heimsókn hefur orðið til þess að auka gagnkvæm kynni norskra og íslenzkra kennara og stórum auka þekkingu á málefnum Noregs og Islands. Niðurlagsorð. Ég vil að lokum þakka öllum aðilum, einstaklingum og félagsheildum, sem greiddu götu gesta vorra og gerðu dvöl þeirra svo ánægjulega, sem raun varð á. S. t. B. hefur unn- ið þarna félagslegt átak með hjálp allmargra góðra með- lima, sem lengi mun minnzt. — Er þar margra að minn- ast, en einkum voru það þó þeir skólastjórarnir Arngr. Kr. og Jón Sig. ásamt frú Arnheiði Jónsdóttur, er lögðu einna drýgstan skerf til þessa starfs, þar sem þeir lánuðu bíla sína og daga endurgjaldslaust til ferðalaga og frú Arnheiður tók 2 gestina á heimili sitt fyrir utan margan annan greiða. S. í. B. stendur í mikilli þakklætisskuld við slíka félaga, og má ekki minna vera en að það sé viður- kennt og þakkað, um leið og þessarar heimsóknar er minnzt. Arngr. Kristjánsson á og miklar þakkir skildar fyrir hið framúrskarandi starf, sem hann vann sem for- maður móttökunefndarinnar og fararstjóri á ferðalög- unum. Bréf hefur borizt frá formanni Norges Lærerlag, Káre Norum, þar sem hann þakkar móttökurnar og segir m. a.: „Fra Norges Lærerlag sender vi med dette vár varme takk for all den gjestfrihet og alt det vennskap váre utsendinger ble mött med under oppholdet pá Island. Turen ble for dem alle et uforglemmelig minne! --------Den kontakt vi ná har fátt mellom váre

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.