Menntamál - 01.10.1949, Page 52

Menntamál - 01.10.1949, Page 52
110 MENNTAMÁL Fundarstjóri var kf)siini Skúli Þorsteinsson, skólastjóri og ritari Gunn- ar Ólafsson, skólastjóri. Endurskoðandi reikninga sambandsins var kjörin Nanna Guðmundsdóttir, kennari í Berufirði. A fundinum flutti Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri erirnli um fram- haldsnámið og samvinnu Eiðaskóla við barna- og unglingaskóla á Austurlandi. Umræður urðu miklar og fjörugar. Sigfús Jóelsson, námsstjóri flutti erindi um athuganir sínar og niður- stöður varðandi landsprófin og aukinn námsárangur síðustu ára. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á fundinum: I. „Aðalfundur Kennarasambands Austurlands skorar á Ríkisút- gáfu námsbóka að gefa lit: 1. Eorskriftarbækur, byggðar á skriftarkerfi Guðmundar í. Guð- jónssonar, kennara við Kennaraskóla íslands. 2. Byrjendabók í reikningi. Jafnframt verði reikningsbækur barna- skólanna endurskoðaðar í samræmi við þær tillögur, sem fram koma í greinargerð þeirra Guðmundar og Jónasar B. Jónssonar í „Drögum að námskrá“. 3. Atriðapróf í reikningi eftir Jónas B. Jónsson, fræðslufulltrúa. II. „Aðalfundur Kennarasambands Austurlands telur ákvæði fræðslulaganna um verklegt nám unglinga stórmerkan þátt skóla- kerfisins, en vill vekja athygli á jiví, að verklega námið muni jiví að- eins koma að tilætluðum notum, að lokapróf verknámsdeilda veiti ákveðin réttindi, bæði (il þeirra skóJ;i, sem nám veita í iðngreinum, svo og til starfa í ýmsum greinum atvinnulífsins. Jafnframt bendir fundurinn á, að í verknámsdeildum verði gerðar sömu kröfur í móðurmáli og reikningi og í bóknámsdeildum." Fundurinn beindi Jreirri ósk til væntanlegrar stjórnar, að hún at- hugaði möguleika á því að hafa handavinnu- og vinnubókasýningu í sambandi við næsta aðalfund. í stjórn voru kosnir: Skúli Þorsteinsson, Haraldur Þórarinsson og Sigfús Jóelsson.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.