Menntamál - 01.10.1949, Page 53

Menntamál - 01.10.1949, Page 53
MENNTAMÁL 111 Minningarorð. RagnheiSur Kjartansdóttir. Það setti margan hljóðan síðastliðinn pálmasunnudag, þegar sú fregn barst að Ragnheiður frá Hruna væri látin. Enn á ný vaknaði þessi spurn- ing: Hvers vegna er ágæt eiginkona, frá- bær móðir, elskuleg systir og hugljúfur tryggðarvinur hrifin brott frá ábyrgðar- starfi í blóma aldurs síns? Hvernig á að skilja þetta öfug- streymi mannlegs lífs? Reynslan segir að vísu að þetta sé algengt, jafnvel hversdagsleg- ur viðburður. En það er ekkert svar. Tilfinning manns sættir sig ekki við þá úrlausn. Helfregn sem þessi hefur sömu áhrif og hnífs- stunga, en svarið við framangreindri spurningu er eilíf ráðgáta. — Þegar vinur deyr er ekkert að gera annað en drjúpa höfði í hljóðri bæn, minnast og þakka. Það skal og gert hér. Hin látna ágætiskona var einnig afbragðs Ragnheiður Kjartansdóttir.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.