Menntamál - 01.10.1949, Side 56

Menntamál - 01.10.1949, Side 56
114 MENNTAMÁL Dánarminning. Sigurður Sigurðsson kennari á ísafirði. Hann var fæddur á ísa- firði 7. marz 1889, sonur Sigurðar Guðmundssonar kaupmanns og konu hans, Guðbjargar Ólafsdóttur. Hann stundaði fyrst nám í Flensborgarskóla, en síðan í Kennaraskólanum og lauk þaðan prófi 1910. Að því loknu hélt hann til Danmerkur og Englands og stundaði þar framhalds- nám. Raunar var öll ævi hans óslitinn námsferill. Hann var öldungis óvenju- legur maður að námsfýsi. Vakinn og sofinn eða að minnsta kosti dagfari og náttfari fetaði hann þær slóðir, sem lágu til aukinnar þekk- ingar. Þar var hann sannur Velsporrekjandi. Það voru hin óskyldustu efni, sem hann hafði kynnt sér. Mest orð mun hann hafa haft á sér fyrir málakunnáttu, en mér virtist hann ótrúlega víða með á nótunum. Kynni mín af honum voru nær eingöngu sprottin af því, að ég þurfti stundum að afla mér vitneskju um ýmis efni hjá honum. Minnist ég sérstaklega tveggja dæma. Ann- að var það, er ég var að fást við athuganir á greindar- þroska barna í barnaskólanum á ísafirði veturinn 1934— 1935. Um þau efni gat hann gefið mér hinar ágætustu leið- beiningar, ogkomst ég þá jafnframt að raun um, hve geysi- Sigurður Sigurðsson.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.