Menntamál - 01.10.1949, Síða 60

Menntamál - 01.10.1949, Síða 60
118 MENNTAMÁL að vaða yfir höfuð honum með yfirgangi. Hann hafði fast- mótaðar skoðanir, hélt þeim fram með hógværð en festu og lét ekki hlut sinn fyrir neinum manni. Hann var traust- ur maður á allan hátt, ágætlega fallinn til allra félagsstarfa og samvinnu, mjög vel máli farinn, rökvís og rólegur á fundum, hugsaði hvert mál vel og studdi það eitt, er hann hugði rétt. Hann var áhugasamur um opinber mál og þjóð- mál, ákveðinn flokksmaður, en frjálslyndur og víðsýnn maður, og ekki einn af þeim, sem hætta að hugsa, er þeir skipa sér í flokk, og láta aðra mynda sér skoðanir og af- stöðu til hvers máls þaðan í frá. Hann var í stuttu máli fyrirmyndar þjóðfélagsborgari, eins og þeir þurfa að vera í lýðræðislandi." Á. H. 75 ára afmæli Danmarks Lærerforening. Danmarks Lærerforening hélt hátíðlegt 75 ára afmæli sitt í Kaupmannahöfn 8.—11. ágúst s. 1. Stjórn þess bauð 1-—2 fulltrúum frá Samb. ísl. barnakennara að taka þátt í hátíðahöldum þessum og skyldu þeir fá ókeypis vist í gistihúsi meðan mótið stóð yfir. Stjórn S. í. B. þakkaði þetta vinsamlega boð og ákvað strax að fá einhverja kennara, sem staddir væru erlendis, til þess að vera fulltrúa S. í. B. á móti þessu, en það reynd- ist ekki eins létt og ætlað var. Þó rættist vel úr að lokum, því að frú Arnheiður Jónsdóttir, kennari frá Reykjavík hafði verið á kvennaþingi í Suður-Svíþjóð, er lauk 6. ágúst, og skrapp síðan yfir sundið til þess að vera fulltrúi S. í. B. á nefndu afmælismóti.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.