Menntamál - 01.10.1949, Blaðsíða 63
MENNTAMÁL
121
vistum úr bænuni uin þessar mundir. Forsetar þingsins voru þeir:
Eiríkur Sigurðsson skólastjóri Akureyri, Sveinn Gunnlaugsson skóla-
stjóri Flateyri og Gunnar Guðmundsson yfirkennari Reykjavík, en
ritarastörf önnuðust Jóel Sigurðsson, Guðmundur Pálsson og Jónas
Eysteinsson.
A þinginu fluttu erindi dr. Matthías Jónasson: Mnnngildi nfbrnln
nnglinga, dr. Símon Jóh. Ágústsson:SfóV/ og aðstaða barnaverndar-
nefnda og sendiherra, frú Bodil Begtrup: Barnavernd á vegum Sani-
einuðu þjáöanna.
Þingfulltrúar sátu siðdegisboð kennslumálaráðuneytisins að Þing-
völlum, en því liófi stjórnaði Birgir Thorlacius skrifstofustjóri í fjar-
veru kennslumálaráðherra. Þá sat þingið einnig boð borgarstjórans í
Reykjavík, en á sunnud. 26. júní höfðu fulltrúarnir skoðað barnaleik-
velii, leikskóla og barnaheimili i Reykjavík og grennd, undir leiðsögn
Jónasar B. Jónssonar fræðslufulltrúa.
Aðeins ein nefnd starfaði í þinginu, er móta skildi álitsgerðir Jiings-
ins. í Jieirri nefnd áttu sæti: Arngrímur Kristjánsson, formaður, síra
Friðrik A. Friðriksson ritari. Eiríkur Sigurðsson, síra Helgi Konráðs-
son, Hersilía Sveinsdóttir, Jóhann Þorsteinsson, Jónas B. Jónsson,
Rannveig Þorsteinsdóttir, Sigfús Jóelsson, Steinunn Bjartmarsdóttir
og Þorleifur Bjarnason, en auk þeirra sátu Jieir fundi nefndarinnar,
síra Jakob Jónsson og dr. Matthías Jónasson, og unnu þeir ásamt
formanni og kjörnum fulltrúum frá nefndinni að samningi álitsgerða
þeirra, er þingiö samþykkti að lokum.
Að lokinni samþykkt tillagnanna flutti dr. Matthías Jónasson nokk-
ur hvatningarorð til þingfulltrúanna, en varaformaður S. í. B. sleit
þinginu með stuttri ræðu.
Þinginu var slitið mánudagskvöldið 27. júní, og hafði það þá setið
í 4 daga. Fundi Jiess sátu að jafnaði um og yfir 100 manns.
A. K.
Tillögur uppeldismálaþingsins um
vernd barna og unglinga.
Uppeldismálaþing S. í. B. haldið í Reykjavík 24.-27. júní 1949
lýsir yfir Jiví áliti sínu að vinna þurfi að barnaverndarstörfum með
tvii sjónramið í lruga: í fyrsta lagi að vernda börn og unglinga fyrir
óhollum áhrifum og í öðru lagi að bjarga þeini, sem einhverra hluta
vegna hefur reynzt ófært að lila lífi sínu á heilbrigðan hátt. Tillcigur
þingsins miðast því við Jressi tvö sjónarmið, enda Jiótt þinginu sé
Jjóst, að í framkvæmdinni verða þau ekki aðskilin til lulls.
Þingið vill vekja athygli á Jiví, að það telur óhjákvæmilegt, að ríkis-
valdið, bæjar- og sveitarfélög auk einstakra félaga og stofnana Ieggist
á eitt, ef nokkur varanlegur árangur á að nást í þessum málum.