Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 12
4 MENNTAMÁL fyrsta skipti (19. nóv. 1949) barst honum vísir að bóka- safni, sem Vigfús Bergsteinsson frá Brúnum í Vestur-Eyja- fjallahreppi hafði ánafnað fyrirhuguðum æskulýðsskóla í Rangárþingi. Þetta var verðmætt safn gamalla bóka. Fjölmargt fleira mætti nefna, sem færir okkur heim sanninn um það, að merkir menn úr báðum sýslum hafa borið þessi mál fyrir brjósti og alið með sér draum um bætt skilyrði unga fólksins til þess að afla sér fróðleiks og menntunar heima fyrir. Að þessi draumur hefur rætzt, get- um við þakkað óvenju góðri samvinnu héraðanna, um þessi mál — framtaksemi, sem vissulega er til fyrirmynd- ar — og ódeigri atorku einstakra manna, sem um þessi mál hafa fjallað. Og skal þar fyrst telja hinn bráðdugmikla skólanefndarformann, Björn Björnsson sýslumann Rangæ- inga. Allir kunnugir vita, hve mikla hlutdeild hann hefur átt í því að koma byggingu Skógaskóla áfram. Ibúar þessara héraða hafa hér reist sér minnisvarða, sem seint mun fyrnast — traust tákn þess, að ennþá byggir þróttmikið fólk þessi sögufrægu héruð — fólk, sem skilur hvers virði það er að búa vel að æsku sinni. Eitt vandaðasta skólahús landsins. Árið 1944 var jörðin Ytri-Skógar í Austur-Eyjafjalla- hreppi gefin sýslunum undir sameiginlegan héraðsgagn- fræðaskóla. Gefendur voru ábúendur Skóga, Margrét Odds- dóttir, ekkja Páls heit. Bárðarsonar, og hjónin Margrét Bárðardóttir og Guðmundur Kjartansson. Staðurinn var að mörgu leyti heppilegur eins og síðar verður vikið að, og hafizt var handa um byggingu skólahúss sam- kvæmt tekningum og forskriftum húsameistara rík- isins vorið 1946. Haustið 1949 var verkið það langt komið, að fært þótti að byrja skólahald þá um miðj- an nóvember. En smiðir og verkamenn unnu þó að hús- byggingunni mestallan veturinn 1949—’50. Vorið 1950 var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.