Menntamál - 01.03.1951, Page 42

Menntamál - 01.03.1951, Page 42
34 MENNTAMÁL Inntölcuslcilyrði. Gert er ráð fyrir, að kennaraskólarnir haldi sérstök inn- tökupróf, og verði prófkröfur sem hliðstæðastar gagn- fræðaprófi (realeksamen), en þó hafi skólarnir frjálsræði til þess að taka ýmiss konar annan undirbúning jafngild- an. Þó verða allir að standast tilteknar prófkröfur í dönsku, stærðfræði og einu erlendu máli. Stúdentar hafa að sjálf- sögðu aðgöngu að skólunum, en fyrirhugað er að lengja námstíma þeirra úr 2V2 ári í 3 ár. Smábarnakennarar og kennaralnáskóli. Að lokum víkur Bomholt að smábarnakennurunum og kennaraháskólanum. Hann lýkur miklu lofsorði á smá- barnakennarana dönsku, sem eru eingöngu konur. Vill hann, að réttur þeirra verði aukinn. Telur hann hæfni þeirra sanna yfirburði þess námsfyrirkomulags, sem tíðk- ast í smábarnakennaraskólunum. Þar er öll áherzla lögð á uppeldis- og starfsmenntun. Kennaraháskólann telur hann hina mestu nauðsyn að efla og bæta. Kveður hann skólann nú starfa við hin ömur- legustu skilyrði. Þótt það, sem þessi danski menntafrömuður segir í nefndu viðtali, sé í sjálfu sér ekkert nýstárlegt, er það þó alltjent staðfesting á því, sem oftlega hefur verið á bent í þessu tímariti. Alls staðar ber að sama brunni, þar sem lýðræðisþjóðir taka skólamál sín til rannsóknar: Sú þekk- ing og sá skilningur, sem nútíminn býr yfir í uppeldismál- um, hefur ekki reynzt eiga greiða leið inn í skólastarfið. Skólarnir þrúgast undir úreltum hugmyndum og aðferð- um til tjóns heilbrigðum þroska nemendanna.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.