Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 15

Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 15
MENNTAMÁL 7 þegar ákveðið að nota mynd hans sem merki skólans. Foss- inn býr yfir afli, sem örvar dreng til dáða og vekur ást til átthaga og ættlands. Hann lætur engan ósnortinn. Hann er eitt hið fegursta náttúrufyrirbrigði þessa lands. Stíl- hreinn og magnþrunginn fellur hann fram af berginu nið- ur í silfurtæran hyl. Að sumarlagi er hann sóttur heim af hundruðum og jafnvel þúsundum ferðafólks. Sumir aka þá bifreið sinni upp eyrina, svo nálægt hylnum, að úði foss- ins þvær allt ryk bifreiðarinnar burt fljótt og vel og end- urgjaldslaust. Eyjafjallasveitin er víðfræg fyrir stórbrotna náttúru- fegurð, sérkennilega fossa, grasi grónar f jallshlíðar, mikil- úðleg hamrabelti og háa jökultinda. Fjölbreytni og tign einkenna náttúrufegurð sveitarinnar. Sumum mun þó finn- ast landslagið hrjúft, og eflaust er það berangurslegra en áður var, þegar hér var skógur milli fjalls og fjöru. — Þegar á fyrsta starfsári var hafin hér skógrækt, og standa til hennar miklar og góðar vonir í framtíðinni. — Hér er útsýn til hafs. í fimm km fjarlægð í suðurátt brotnar hafsbylgjan með þungum nið við sendna strönd. Á kyrrlát- um kvöldum heyrist oft brothljóð bylgjunnar glöggt heim að skólanum. Það er kunnugum veðurfregn, hvort niður- inn er þyngri í austur- eða vestur-átt meðfram strönd- inni. Úti fyrir ströndinni rísa Vestmannaeyjar eins og fjarlægir staksteinar. Fjallahringurinn er stórbrotinn og voldugur. Skólinn stendur í dálitlu dalverpi, og óveðurs- áttin er aðeins ein, þ. e. austanátt. Það er svo sem nóg. Stormsveipir ganga hér yfir, sem allt ætla um koll að keyra, en þess á milli er hér óvenjumikil veðursæld. Og það er kannske smekksatriði, hvort fólk heldur vill fá dálítið rausnarlega útilátið rok öðru hvoru og fá svo að vera nokk- urn veginn í friði dágóða kafla við og við, heldur en að búa við eilífan næðing.Fjöll skýla skólanum. Skóganúpur og Drangshlíðarfjall standa vörð í vestri. Hæsti hnúkurinn er nær 500 m hár. 1 norðvestri skín á drifhvíta jökulbungu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.