Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 15
MENNTAMÁL
7
þegar ákveðið að nota mynd hans sem merki skólans. Foss-
inn býr yfir afli, sem örvar dreng til dáða og vekur ást til
átthaga og ættlands. Hann lætur engan ósnortinn. Hann
er eitt hið fegursta náttúrufyrirbrigði þessa lands. Stíl-
hreinn og magnþrunginn fellur hann fram af berginu nið-
ur í silfurtæran hyl. Að sumarlagi er hann sóttur heim af
hundruðum og jafnvel þúsundum ferðafólks. Sumir aka
þá bifreið sinni upp eyrina, svo nálægt hylnum, að úði foss-
ins þvær allt ryk bifreiðarinnar burt fljótt og vel og end-
urgjaldslaust.
Eyjafjallasveitin er víðfræg fyrir stórbrotna náttúru-
fegurð, sérkennilega fossa, grasi grónar f jallshlíðar, mikil-
úðleg hamrabelti og háa jökultinda. Fjölbreytni og tign
einkenna náttúrufegurð sveitarinnar. Sumum mun þó finn-
ast landslagið hrjúft, og eflaust er það berangurslegra
en áður var, þegar hér var skógur milli fjalls og fjöru. —
Þegar á fyrsta starfsári var hafin hér skógrækt, og standa
til hennar miklar og góðar vonir í framtíðinni. — Hér
er útsýn til hafs. í fimm km fjarlægð í suðurátt brotnar
hafsbylgjan með þungum nið við sendna strönd. Á kyrrlát-
um kvöldum heyrist oft brothljóð bylgjunnar glöggt heim
að skólanum. Það er kunnugum veðurfregn, hvort niður-
inn er þyngri í austur- eða vestur-átt meðfram strönd-
inni. Úti fyrir ströndinni rísa Vestmannaeyjar eins og
fjarlægir staksteinar. Fjallahringurinn er stórbrotinn og
voldugur. Skólinn stendur í dálitlu dalverpi, og óveðurs-
áttin er aðeins ein, þ. e. austanátt. Það er svo sem nóg.
Stormsveipir ganga hér yfir, sem allt ætla um koll að keyra,
en þess á milli er hér óvenjumikil veðursæld. Og það er
kannske smekksatriði, hvort fólk heldur vill fá dálítið
rausnarlega útilátið rok öðru hvoru og fá svo að vera nokk-
urn veginn í friði dágóða kafla við og við, heldur en að
búa við eilífan næðing.Fjöll skýla skólanum. Skóganúpur og
Drangshlíðarfjall standa vörð í vestri. Hæsti hnúkurinn er
nær 500 m hár. 1 norðvestri skín á drifhvíta jökulbungu,