Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 29
MENNTAMÁL
21
ara. Þessi dæmi eru bæði úr framhaldsskólum, er nemendur
höfðu dvalizt í.
1. Stúlka skrifar:
„Þegar ég dvaldi í gagnfræðaskólanum, var þar einn
kennari, sem dró okkur krakkana sundur og saman í háði
og spotti, ef við kunnum ekki lexíuna. Einhverju sinni
kom ég upp hjá honum illa lesin. Gerði hann þá gys að mér
og kvaðst skyldu minnast þess að taka mig upp í næsta
tíma. Ég svitnaði af skömm og var svo taugaóstyrk, að
ég var utan við mig það, sem eftir var tímans, en las af
kappi undir næsta tíma, þegar heim kom. Ég var alltaf
taugaóstyrk og dauðhrædd um að vera tekin upp hjá þess-
um kennara síðan.“
2. Greindur og harðvítugur piltur skrifar:
,,Ég hef jafnan verið með afbrigðum hörundsár fyrir
hvers konar lítilsvirðingu, og hefur ekkert bitið mig sárar
en ef ég hef orðið lítilsvirðingar var af hálfu kennara
minna. Fyrst ólgar í mér reiði og löngun til gagnkvæmrar
lítilsvirðingar, en jafnan hef ég þó getað sigrazt á þeirri
heimsku. Oftast hef ég þá fyllzt jötunmóði og sjálfstæðis-
kennd eftir að hafa stigið þyngsta skrefið í átt til dag-
farslegs jafnlundargeðs. Og þá hef ég viljað sýna kennar-
anum, hversu vel ég kæmist af án hans íhlutunar. Þrátt
fyrir það að ég læri öllu meira eða öllu heldur af meiri
baráttuvilja um nokkurn tíma á eftir, held ég að lítilsvirð-
ing hafi aldrei haft varanleg jákvæð áhrif á námsárangur
minn, því að þótt allt virðist geta sótt í sama horf aftur í
viðskiptunum við kennarann, þá hefur alltaf blaktað eins
og brostinn strengur í trúnaðartrausti mínu til hans. Slíkt
er kannske aðeins ungra háttur, en aldrei grær svo vel sár,
að ekki sé betra það, sem heilt er.“
Þessi dæmi birta næsta glögga mynd af því, hversu fátt
jákvætt nemendur telja spretta af háði og lítilsvirðingu
kennarans.
Hér fara svo á eftir dæmi af þeirri tegund, sem tíðast