Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 37
MENNTAMÁL
29
tilraunina, leiðbeiningu þeirri, sem gefin er nemendum
á undan henni, samantöku niðurstaðnanna og meðferð
þeirra.
í leiðbeiningu, sem gefin er á undan nemendaæfingu,
er viðfangsefnið, sem rannsaka skal, sett nemendum fyrir
sjónir. Þeir fá verkefni. Gerð er grein fyrir tilhögun til-
raunarinnar. Sé um meiri háttar mælingu að ræða, er upp-
setning tilraunarinnar teiknuð og gert eyðublað til að fylla.
Við stigmælingu á eiginleikum hluta, þarf oft að gera
margar smátilraunir, sem taka við hver af annarri. Þá er
einnig hægt að teikna hverja í sínu lagi lotur þær, sem
tilraunirnar eru gerðar í, og þær spurningar, sem nemend-
ur eiga að svara, meðan á tilraunum stendur, eru skrifaðar
við þá staði í teikningunum, þar sem spurningarnar eiga
heima. Allar teikningar og eyðublöð teikna nemendur á
undan tilraunum.
Niðurstöðurnar eru teknar saman í heildir, meðan á til-
raunum stendur, annað hvort með því að fylla eyðublöð eða
svara spurningum.
I meðferð niðurstaðna af tilraunum er fyrst gengið úr
skugga um það, hvort nemendum beri saman um niður-
stöður. Ef miklu munar, er mismunurinn rannsakaður og
rætt um möguleika á mistökum. Því næst er sú ályktun
dregin, sem réttmæt er samkvæmt niðurstöðum tilraun-
arinnar. Loks er gengið úr skugga um það, hvort nemend-
ur hafi úr daglegu lífi reynslu, sem komi heim við þær, og
einnig hvar og hvernig náttúrulögmál eða eigignleikar
hluta, sem fundið var með tilrauninni, sé hagnýtt í þjón-
ustu mannanna.
Ætlunarverk nemenda, sem þeir eiga að skila næsta
skipti, er m. a. fólgið í því að hreinrita teikningar og niður-
stöður tilrauna í bók, sem er ætluð til þess. Með því endur-
nýja þeir heima hjá sér enn einu sinni reynslu þá, er þeir
hafa fengið, og oft þarf ekki annan lestur undir kennslu-
stundir. Nemendur vilja gjarnan nota iiti, þegar þeir rita