Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 44

Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 44
36 MENNTAMÁL Séra Ingimar hefur fengizt við fleira en prestskap og skólastjórn á manndómsárum sínum. Hæfileikum hans og áhugamálum hefur ekki verið markaður þröngur bás, og hann hefur innilega ánægju af öllum sínum viðfangsefn- um, hvort sem það eru andleg mál eða efnaleg, prédikun eða niðurjöfnun, leiklist eða pólitík. Það er því ekki kyn, þótt svo fjölsvinnum áhuga- og atorkumanni hafi verið trúað fyrir mörgu og miklu. Hann átti sæti í stjórn Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins, meðan þau sam- tök voru ekki skilin að skiptum, og síðan í stjórn Al- þýðuflokksins, í niðurjöfnunarnefnd um 2 áratugi, í mæði- veikinefnd, í byggingarnefnd þjóðleikhússins og þjóðleik- húsráði, milliþinganefnd í skólamálum, úthlutunarnefnd styrkja til skálda og listamanna, var lengi formaður skóla- nefndar Miðbæjarskólans o. fl. o. fl. f sumum þessara nefnda hefur fundum okkar séra Ingi- mars ærið oft borið saman síðustu 15 árin. Þori ég að fullyrða, að við, samstarfsmenn hans, viljum ógjarna af- greiða mál án þess að hafa heyrt álit hans og tillögur, jafnvel þótt við berum fullt traust til skoðana okkar sjálfra. Séra Ingimar er margt til lista lagt. Hann hefur tamið sér orðsins mennt í bezta lagi, en þó hygg ég, að gáfnafar hans hafi verið jafnvel enn betur lagað fyrir raunvísindi en humaniora. Hann er mjög sérstæður og mótaður per- sónuleiki, en þó ekki meitlaður í stein, því að mikil mýkt er samfara festunni. Kvæntur er séra Ingimar Elinborgu Lárusdóttur rit- höfundi og eiga þau tvo sonu uppkomna, Lárus og Jón. Að dyrum þeirra hjóna mun grasið aldrei gróa, því að hjá þeim á gestrisnin heima. Á.H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.