Menntamál - 01.03.1951, Qupperneq 34

Menntamál - 01.03.1951, Qupperneq 34
26 MENNTAMÁL tími vinnst til aS lesa oft upp. Það sem síðast var nefnt er e. t. v. ein af ástæðum þess, að hún er sérlega lífseig í prófskólum. Þar verður bezt ráðið niðurlögum hennar með því að fylgja prófreglunum, sem mæla svo fyrir, að próf í eðlisfræði skuli ekki aðeins vera í því fólgið að láta nemend- ur segja frá og teikna, heldur skuli gefið tilefni til að sýna, hvort þeim séu fullkunn kennsluáhöld og notkun þeirra. Engin ástæða er til þess að láta nemanda teikna rafhreyfil eða talsímatæki á prófi. Lát hann skýra tækið og verkan- ir þess, og síðan getur hann e. t. v. sýnt með teikningu, að hann skilji einstök atriði, sem um er að ræða. Staðhæfum, að kennsla í eðlisfræði, sem einungis hefur teikningar að sýnigögnum, sé skökk, og próf í eðlisfræði, þar sem einungis er teiknað og sagt frá, sé ekki fullnægj- andi. Kennsla í eðlisfræði verður að grundvallast á tilraun- um og styðjast við reynslu úr daglegu lífi. Aðeins með því móti geta nemendur sjálfir gert þær athuganir, sem eiga að vera grundvöllur fræðsluviðtöku, og sótt kennslustundir með þeim áhuga, sem vera ber. Tilraunir eru með tvennu móti, útskýringartilraunir og nemendaæfingar, og hafa hvorar sína kosti. Við útskýr- ingartilraun getur athygli alls bekkjarins beinzt að hinu sama. Kennarinn stjórnar tilrauninni, og með spurning- um sínum getur hann haldið athygli nemenda fastri við það í henni, sem máli skiptir. Enn fremur fer skemmri tími í útskýringartilraun en samsvarandi nemendaæfingu. Nemendaæfing veitir betri grundvöll til athugunar, hún fullnægir þörf nemenda á sjálfsstarfi og vekur því meiri áhuga. Enn fremur knýr hún nemendur til að kynna sér verkefnið, þeir verða að vinna með alúð og nákvæmni, og reynt er á hugkvæmni þeirra og hæfileika til samvinnu, þar eð nemendaæfingu eiga að gera tveir nemendur, sem vinna saman, svo að þeir geti fengið tækifæri til að ræða athuganir, erfiðleika og niðurstöður. Mismunandi niður-

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.