Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 27
MENNTAMÁL
19
Fjölmargt annað er talið, en hefur ekkert samkennilegt
gildi.
c) Reiður maður vill tortíma. Er það Ijósast af dæm-
um:
1) Piltur segir frá á þessa leið:
„Heimalningar voru stundum heima. Ég minnist sérstak-
lega eins. Hann varð blóðillur og sat um færi að hlaupa í
okkur krakkana og velta okkur um koll. I fyrstu varð ég laf-
hræddur við hann, en smám saman bráði af mér hræðsl-
unni. Eftir sat hatur svo ákaft og ofsafengið, að ég sat
um færi að lumbra á gimsa við hvert tækifæri.... Ég hefði
vel getað stungið hann eða séð hann rifinn sundur án þess
að finna til neinnar meðaumkunar .... Það var mikill gleði-
dagur, þegar ég sá hann hauslausan á blóðvelli."
2. Kona ritar:
„Þegar ég var níu til tíu ára, var ég samtíða dreng, sem
ég hafði mikla óbeit á .... Þegar hann datt af hestbaki
og meiddist svo á höfði, að hann varð að liggja rúmfastur,
varð ég fegin að losna við návist hans og hefði jafnvel kos-
ið, að það hefði orðið fyrir fullt og allt.“
3. Piltur skrifar:
„Þessir menn — (þeir höfðu hrekkjað drenginn) —
voru mínir fyrstu og nærri því einu hatursmenn. Þegar
annar þeirra tveimur árum síðar varð fyrir slysi og brotn-
aði töluvert mikið, það var jafnvel tvísýnt um líf hans, þá
fagnaði ég kvölum hans.“
4. Kona segir frá því, að hún varð óánægð vegna kenn-
araskipta:
„Ég hataði skólann, kennarann, námsgreinarnar og allt,
sem á einn eða annan hátt kom kennaranum við.
Ári síðar dó þessi kennari minn úr þjáningafullum sjúk-
dómi. Þegar hann var dáinn, hvarf óvild mín, og ég sá, hve
heimsk ég hafði verið.“
5. Ung stúlka skrifar:
„Það, sem ég legg einna mest hatur á, er köngurlóin.