Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 27

Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 27
MENNTAMÁL 19 Fjölmargt annað er talið, en hefur ekkert samkennilegt gildi. c) Reiður maður vill tortíma. Er það Ijósast af dæm- um: 1) Piltur segir frá á þessa leið: „Heimalningar voru stundum heima. Ég minnist sérstak- lega eins. Hann varð blóðillur og sat um færi að hlaupa í okkur krakkana og velta okkur um koll. I fyrstu varð ég laf- hræddur við hann, en smám saman bráði af mér hræðsl- unni. Eftir sat hatur svo ákaft og ofsafengið, að ég sat um færi að lumbra á gimsa við hvert tækifæri.... Ég hefði vel getað stungið hann eða séð hann rifinn sundur án þess að finna til neinnar meðaumkunar .... Það var mikill gleði- dagur, þegar ég sá hann hauslausan á blóðvelli." 2. Kona ritar: „Þegar ég var níu til tíu ára, var ég samtíða dreng, sem ég hafði mikla óbeit á .... Þegar hann datt af hestbaki og meiddist svo á höfði, að hann varð að liggja rúmfastur, varð ég fegin að losna við návist hans og hefði jafnvel kos- ið, að það hefði orðið fyrir fullt og allt.“ 3. Piltur skrifar: „Þessir menn — (þeir höfðu hrekkjað drenginn) — voru mínir fyrstu og nærri því einu hatursmenn. Þegar annar þeirra tveimur árum síðar varð fyrir slysi og brotn- aði töluvert mikið, það var jafnvel tvísýnt um líf hans, þá fagnaði ég kvölum hans.“ 4. Kona segir frá því, að hún varð óánægð vegna kenn- araskipta: „Ég hataði skólann, kennarann, námsgreinarnar og allt, sem á einn eða annan hátt kom kennaranum við. Ári síðar dó þessi kennari minn úr þjáningafullum sjúk- dómi. Þegar hann var dáinn, hvarf óvild mín, og ég sá, hve heimsk ég hafði verið.“ 5. Ung stúlka skrifar: „Það, sem ég legg einna mest hatur á, er köngurlóin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.