Menntamál - 01.03.1951, Side 46

Menntamál - 01.03.1951, Side 46
38 MENNTAMÁL Lárus er ástsæll kennari af nemendum sínum. Ber þar margt til: hlýtt hjartaþel, einstök umhyggja og vinátta í garð þeirra ungmenna, sem honum er trúað fyrir, trú- mennska og vöndun í starfi, enn fremur einhver aðlaðandi snyrtimennska, eins konar listræn fágun í umgengni við viðfangsefnin. Það var ekki flaustursverk að leysa reikn- ingsdæmi eða verkefni í eðlisfræði í kennslustund hjá Lárusi Bjarnasyni, það bar keim af hátíðlegri athöfn. Þeg- ar þangað var komið, fannst manni sem hvíslað: „Drag skó af fótum þér.“ Slík alúð kallar á eitthvað gott í ungum mönnum. Þess vegna er Lárusar minnzt af þakklátum hug af þeim, sem átt hafa því láni að fagna að njóta tilsagn- ar hans. Það er ef til vill sá mesti sigur, sem kennari get- ur unnið í starfi sínu, að hitta þann streng í brjóstum nemenda sinna, eins og hitt eru hin ömurlegustu örlög að hafa kælt þar hlýjar uppsprettur. Á. H.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.