Menntamál - 01.03.1951, Qupperneq 40

Menntamál - 01.03.1951, Qupperneq 40
32 MENNTAMÁL Dönsk skólamál. Lesendum Menntamála er ekki ókunnugt um það, að víða um lönd er mönnum að verða ljóst, að endurbóta og breyt- inga er þörf á starfsháttum skóla. Meðal þeirra þjóða, sem tekið hafa þessi mál til rækilegrar athugunar hin síðustu ár, eru Danir. Fyrir okkur Islendinga er sérstök ástæða að fylgjast með niðurstöðum þeirra í þessu efni, þar eð flestir íslenzkir skólar eru í upphafi mjög sniðnir eftir dönskum fyrirmyndum, og má því líklegt telja, að okkur sé svipaður vandi á höndum. Fyrsta verkefni, sem Danir snúa sér að, eru endurbætur á kennaraskólum landsins. í því skyni var skipuð nefnd 1947, og vinnur hún enn að athugunum og tillögum, en búizt er við, að hún skili áliti á sumri komanda. Meðal nefndarmanna er Julius Bomholt fyrrv. menntamálaráð- herra. Hefur hann í viðtali við danska blaðið Social-Demo- icraten 4. febr. s. 1. látið uppi nokkurar af helztu niðurstöð- um nefndarinnar, og verða hér á eftir teknar glefsur úr viðtali þessu ýmist orðréttar eða í styttri endursögn. Breytt og bætt kennaramenntun. Bomholt leggur á það megináherzlu, að allar endurbætur á starfsháttum skólanna verði að hefjast með breyttri og bættri kennaramenntun. Kennarar verði um fram allt að vera barnfróðir (börnekyndige) eða uppeldisfróðir eins og við mundum fremur segja. „Aðalgreinar kennaraskólanna eiga að vera: uppeldis- fræði, sálarfræði og hagnýtt skólastarf (praktisk skole- gerning). Kennarapróf á ekki að vera eins konar cand.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.