Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 33

Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 33
MENNTAMÁL 25 með því að draga ályktanir af mörgum athugunum. Nem- endur æfast í að finna hið algilda með því að draga álykt- anir af mörgum einstökum athugunum, en slíkt starf hug- ans bíður þeirra oft síðar á ævinni. Þeir læra það, að ná- kvæmar athuganir eru skilyrði fyrir réttum ályktunum, og þeir fá hvatningu til að leita orsakasambands, þegar þeir sjá viðburði náttúrunnar gerast. Árangur athugananna og fræðilegrar vinnslu þeirra verður þekking áunnin fyrir starfsemi, sem er dýrmæt um uppeldisáhrif. En við það bætist, að þekking í grein- um náttúrufræðinnar, sem fengin er fyrir vinnu nemenda sjálfra, er samfara meiri áhuga og því varanlegri en þekking, sem fengin er við munnlega fræðslu eða með bók að grundvelli. Við kennslu í eðlisfræði verða athuganir nemenda sjálfra og vinnsla þeirra athugana grundvöllur þekkingarinnar, sem þeir afla sér. Þetta er ekki því til fyrirstöðu, að stuðzt sé við bók vegna samhengis og yfirgrips efnisins, en bókin má ekki verða aðalgrundvöllur fræðsluviðtöku. Þær skoðanir, sem hér eru settar fram, munu nú almennt viðurkenndar af þeim, sem við skóla fást. Umtalsmálið verður, hvernig vér eigum að samræma kennsluna í eðlis- fræði við þær. Fyrst þarf oss að verða það ljóst, að ,,krítareðlisfræðin“ getur ekki fullnægt kröfunum um æfingu í athugun eða verið grundvöllur réttrar fræðsluviðtöku. Helztu sýnigögn- in mega ekki vera teikningar, heldur á að skoða hlutina sjálfa með eiginleikum þeirra og starfandi náttúruöfl. Margar ástæður eru til þess, að „krítareðlisfræðin" er svo lífseig, og því miður er víðs fjarri, að henni sé útrýmt enn. Hún getur veitt nokkura yfirborðskennda þekkingu, sem hægt er að skila við prófborðið; hún gerir ekki miklar kröfur, hvorki til kennara, kennslustofu né áhaldasafns, og hún veitir auk þess færi á því að fara yfir og berja inn í nemendur tiltölulega mikið efni á skömmum tíma, svo að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.