Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 13
MENNTAMÁL 5 smíði hússins lokið að öðru leyti en því, að eftir var sund- laugin, sem myndar eina álmu aðalbyggingarinnar, múr- húðun útveggja og nokkur hluti innréttinga í leikfimissal. Upprunalega var ætlunin að byggja auk aðalhússins tvö sjálfstæð nemendahús. í þeim áttu að vera íbúðarherbergi fyrir nemendur, kennaraíbúðir, verknámskennslustofur og fleira bráðnauðsynlegt. Þess er mikil þörf að fá a. m. k. eitt slíkt hús. Aðalbyggingin rúmar nefnilega ekki nema þrettán nemendaherbergi, sem ætluð eru 50 nemendum og þrjár bóknámskennslustofur, en að öðru leyti — t. d. hvað salarkynni mötuneytis áhrærir — rúmar skólinn nokkuð á annað hundrað manns. Það er hagkvæmara að reka heimavistarskóla með 100 nemendum heldur en með 50, og eftir því sem kennaralið skóla er fjölmennara, eftir því ætti skólinn að eiga völ fleiri sérfræðinga. Umsjón með nemendum dreifist einnig á fleiri herðar, þegar starfsliðið er fjölmennara. Fleira mælir með því, að hentugra sé að reka skóla með 100 nemendum en 50 nemendum. Aðsóknin hefur ekki látið standa á sér. Veturinn 1949—1950 var eiginlega ómögulegt að taka fleiri en 40—45 nemendur þar sem verið var að vinna í húsinu, og nokkur nemendaher- bergi varð að nota fyrir starfsfólk. Það haust innrituðust 47 nemendur. Fyrir skólabyrjun haustið 1950 bárust 126 umsóknir um skólavist. Snemma sumars voru komnar nær 100 umsóknir, og sýnt var, að mikið varð að gerast til þess að geta tekið helmingi fleiri nemendur en húsið var byggt fyrir. Þetta tókst þó og má með sanni segja, að húsnæðið sé notað út í yztu æsar og ríflega það. í skólahúsinu búa nú um 120 manns. Ýmsar vistarverur, sem ætlaðar eru til annars, eru nú til bráðabirgða notaðar sem íbúðarherbergi. Þannig býr einn kennarinn í væntanlegri setustofu kenn- ara, annar í biðstofu og afgreiðsluherbergi væntanlegrar símstöðvar, sá þriðji í væntanlegri bókageymslu. Allt eru þetta einhleypir menn — enn sem komið er. Tvö herbergi eru sniðin af borðsalnum. Þar búa 5 starfsstúlkur. Og nær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.